Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 L andsnet hf. er fyrirtæki í opinberri eigu. Hlut verk fyrirtækisins er að tengja saman raforkuframleiðend­ ur og raforkunotendur með raflínum. Þessar tengingar hefur Landsnet kosið að leggja með svokölluðum loftlínum, oft miklum háspennumöstrum sem allir þekkja. Mörgum finnst þessi möstur og rafstrengir lýta mjög umhverfið auk annarra meintra neikvæðra áhrifa. Fyrir liggur að þessa rafstrengi sé hægt að leggja í jörðu með miklu minni umhverfisspjöllum. Landsnet vill það hins vegar ekki og ber því við að jarðlínur séu miklu dýrari. Sú fullyrðing er þó umdeild. Sé því á hinn bóginn trúað snýst málið greinilega um hvort um­ hverfistjónið af loftlínunum vegi þennan mun upp eða ekki. Til eru þróaðar aðferðir til að meta umhverfistjón til fjár. Þess­ um aðferðum er í ríkum mæli beitt í nágrannaríkjum okkar og iðulega skipulagsbundinn hluti af ákvarðanatöku um opinberar framkvæmdir. Kostnaður við svona mat er óverulegur miðað við framkvæmdakostnað og hugsanlegt umhverfistjón. Það er því hægur vandi og tiltölulega ódýrt að slá mati á umhverfistjón vegna loftlína. Þetta hefur Lands­ net látið undir höfuð leggjast. Afleiðingarnar eru annars vegar þær að vera kann að ýmsar raflínulagnir Landsnets séu bein­ línis þjóðhagslega óhagkvæmar. Hins vegar eru afleiðingarnar að kynt er undir óþarfa ágreiningi og deilum um atriði sem eru í rauninni reikningsdæmi. Gera verður þá kröfu til opin berra fyrir tækja að þau leitist ávallt við að haga starfi sínu í sam ræmi við þjóðarhag. Þjóðarhagur er réttlæting opinbers rekstrar yfirleitt. Með því að Landsnet hefur kosið að taka umhverfistjón af framkvæmdum sínum ekki með í reikninginn hefur fyrirtækið í raun ákveðið að skeyta ekki um þjóðarhag í starfi sínu. Það er illt, en því miður er Landsnet ekki eina opinbera fyrirtækið sem geng ur fram með þessum hætti.“ TexTi: Svava JónSdóTTir ragnar árnaSon prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL Landsnet og þjóðarhagur álitsgjafar „Gera verður þá kröfu til opin berra fyrirtækja að þau leitist ávallt við að haga starfi sínu í sam ­ ræmi við þjóðarhag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.