Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 95
sjónvarpsseríum, lék meðal annars
titilhlutverkið í Emily Owens MD.
Streep leikur rokkarann Ricki
Randazzo sem lét sig nánast
hverfa að heiman fyrir tuttugu
árum til að láta draum sinn ræt
ast og verða rokksöngkona og
stofna hljómsveit. Gengið hefur á
ýmsu hjá henni og hún er ekkert
í alltof góðum málum þeg ar hún
ákveður að snúa heim eftir að
hafa frétt að dóttir hennar sé í
miklum vandræðum. En er fjöl
skyldan til í að taka á móti henni
eins og ekkert hafi ískorist? Því
fer fjarri. Mamie Gummer leikur
dóttur hennar og Kevin Kline
eiginmanninn. Eins og hennar var
von og vísa æfði Meryl Streep sig
á gítar í sex mánuði til að vera
nógu vel undirbúin fyrir hlutverk
ið. Ekki er svo slæmt að hafa
sem leikstjóra Jonathan Demme,
en meðal kvikmynda sem hann
hefur leikstýrt eru The Silence of
the Lambs, Philadelphia og The
Manchurian Candidate. Handritið
skrifaði Diablo Cody sem fékk
óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt
að Juno.
Aðalhlutverkin í Suffragette, sem
frumsýnd verður í október, leika
Helena Bonham Carter og Carey
Mulligan, tvær ungar konur sem
hrífast af kvenréttindabaráttunni
og taka þátt í mótmælum með
þeim afleiðingum að þær verða
að fara í felur. Var það talsvert
í fréttum í fyrra þegar tökur fóru
fram að Suffragette er fyrsta leikna
kvikmyndin sem kvikmynduð er
innan breska þinghússins.
Í burðarliðnum er svo enn
ein raunveruleg persóna sem
Meryl Streep mun takast á við
í sinni næstu kvikmynd. Leikur
hún titilhlutverkið í Florence
Foster Jennings, en Florence var
New Yorkbúi og erfingi mikilla
auð æfa. Hana dreymdi um að
verða óperusöngkona og eyddi
mörg um milljónum í kennara en
gall inn var sá að hún var nánast
laglaus. Hafa margir eflaust
heyrt upptökur með henni og haft
gaman af.
Streep leikur rokkarann
Ricki Randazzo sem lét
sig nánast hverfa að
heiman fyrir tuttugu
árum til að láta draum
sinn ræt ast og verða
rokksöngkona og stofna
hljómsveit.
Meryl Streep ásamt eiginmanni
sínum, myndlistarmanninum
Don Gummer.