Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
fólk
E
va Magnúsdóttir
stofnaði nýlega ráð
jafar fyrir tækið PODIUM
þar sem hún leggur
áherslu á stefnumótun, breyt
inga stjórn un, markaðsmál, al
mannatengsl og samfélags lega
ábyrgð fyrirtækja.
„Ég nýti í starfinu þá reynslu og
þekkingu sem ég hef af vinnu
markaði, úr námi og starfi fyrir
íþróttahreyfinguna og í stjórnmál
um. Sérstaðan er kannski breidd
in sem ég get sett í ráðgjöfina.
Fyrirtækið er ekki ein göngu
al mannatengslafyrirtæki eða
ein göngu markaðsstofa heldur
er það byggt á þessum tveimur
sérsviðum þar sem ég nýti einn
ig aðferðir stefnumótunar og
breytingastjórnunar eingöngu
eða með annarri ráðgjöf. Ég hef
t.d. farið með starfsmönnum
fyrirtækja í gegnum heildarstefnu
mótun og fylgt eftir innleiðingu
með aðferðum breytingastjórn
unar. Ég legg alltaf mikla
áherslu á að innleiðing sé vel
skipulögð.“
Eva segir að hún geti auk þess
tekið að sér flest þau störf sem
almannatengslafyrirtæki sinna
svo sem áfallastjórnun, samskipti
við fjölmiðla, útgáfu fréttabréfa
og textavinnslu á vefsvæði auk
þess að sjá um aðalfundi, árs
hátíðir og ráðstefnur.
„Ég er að taka fyrstu skrefin í
að aðstoða fyrirtæki við að vera
samfélagslega ábyrg og sat
nýlega námskeið á vegum Festu
þar sem ég lærði að innleiða
alþjóðlegan staðal GRI um
sam félagsábyrgð. Ég hef mikinn
áhuga á því málefni. Stjórnendur
fyrir tækja eru æ meira að opna
augun fyrir því hvaða hlutverki
fyrirtækin gegna í samfélaginu.“
Eva tók þátt í stofnun Mílu þar
sem hún var leiðandi í stefnu
mótun fyrirtækisins, stýrði deild
um og sat í framkvæmdastjórn
fyrirtækisins í sjö ár. Þar á undan
vann hún hjá Símanum þar sem
hún gegndi stöðu forstöðumanns
almannatengsla auk þess að
vera talsmaður fyrirtækisins. Þar
áður hafði hún verið ráðgjafi hjá
almannatengslafyrirtækinu KOM
auk þess að hafa starfað sem
blaðamaður um árabil.
Hannar föt
Eva er með BSpróf í þjóðhátta
fræði, leikhús og kvikmynda
fræðum, diplómu í hagnýtri
fjölmiðlun og MBAgráðu í við
skiptafræði og stjórnun. Hún er gift
Finni Sigurðssyni, rekstrarfræðingi
hjá LS Retail, og eiga þau tvær
dætur; Ísabellu Ýr, 19 ára, og
Grétu Rós, 17 ára. Báðar stunda
þær nám við Verslunarskóla
Íslands.
„Gæðastundir með fjölskyld
unni eru mikilvægar og tengjast
helstu áhugamálin hreyfingu
með eða án fjölskyldunnar;
hlaupum, fjallgöngum og líkams
rækt, auk þess sem ég lyfti
lóðum næstum alla daga. Auk
þess hafa stjórnmál og starf fyrir
íþróttahreyfinguna tekið tíma í
gegnum tíðina.
Þegar ég er ekki með of marga
bolta á lofti í einu hef ég hannað
föt og hanna ég aðallega fyrir
mig og dætur mínar en ég hef
líka aðeins verið að selja og þá
eru engar tvær flíkur eins.“
Enn er vetur en hvert á að fara
í sumarfríinu? „Á sumrin reynum
við að ferðast á íslensk fjöll eins
mikið og við getum og er ég í
tveimur gönguhópum sem fara
iðulega í miserfiðar gönguferð
ir. Hugsanlega verður farið í
borgar ferð í vor eða haust.“
Nafn: Eva Magnúsdóttir.
Starf: Framkvæmdastjóri
PODIUM ehf.
Fæðingarstaður: Reykjavík,
8. apríl 1964.
Foreldrar: Magnús Ólafsson og
Anna Gréta Þorbergsdóttir.
Maki: Finnur Sigurðsson.
Börn: Ísabella Ýr, 19 ára, og
Gréta Rós, 17 ára, Finnsdætur.
Menntun: BS-próf í þjóðhátta-
fræði, leikhús- og kvikmynda-
fræðum frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð, diplóma í hagnýtri
fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og
MBA-gráða í viðskiptafræði og
stjórnun frá Háskóla Íslands.
„Gæðastundir með fjölskyld unni eru mikilvægar og tengjast helstu áhugamálin hreyfingu
með eða án fjölskyldunnar; hlaupum, fjallgöngum og líkamsrækt, auk þess sem ég lyfti
lóðum næstum alla daga. “
Eva MagNúSdÓttiR
– eigandi og framkvæmdastjóri Podium
texti: svava jónsdóttir / mynd: Geir ólafsson
Eva Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Podium.
frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02