Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 svo dregist saman. Heildarsala Highliner Foods undir merkjum Icelandic Seafood í Bandaríkjunum á öllum afurðum var u.þ.b. 160 milljónir dollara eða 21 milljarður króna á árinu 2014. Að mínu mati er vörumerkið í dag í það minnsta jafnmikils virði og áður en samstarfið við High Liner hófst. Ég tel mikilvægt að það komi skýrt fram í þessu viðtali að vörumerkið hefur ávallt verið í eigu Icelandic Group og að engar breytingar eru fyrirhugaðar á eignarhaldi þess. Síðan er ágætt að minnast á að frá því þessi sala fór fram hafa orðið nokkrar sameiningar í Bandaríkjunum á verk ­ smiðj um sem þessum og mun sú þróun halda áfram. Því má leiða líkum að því að Ice landic Group hefði þurft að vera þátt takandi í slíkri vegferð til þess að geta verið samkeppnishæft til lengri tíma. Ég er því ekki í nokkrum vafa um að á þessum tíma var þetta rétt ákvörðun og það að okkur tókst að klára söluferlið á afar góðu verði hafi verulega dregið úr hættu á því að illa færi fyrir félaginu í heild. Þrátt fyrir að afkoma Icelandic Group hafi ekki náð öllum þeim markmiðum sem ég hefði viljað sjá er fjárhagsleg staða félagsins sterk. Það er meðal annars því að þakka að vel tókst til í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins þegar verk ­ smiðjur í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi voru seldar. 11. Framtakssjóðurinn lagði átta milljarða í Promens fyrir fjórum árum þegar fyrirtækið var talið verðlaust. Nýlega var fyrirtækið selt til Bretlands og fékk Framtakssjóðurinn 18 milljarða króna fyrir 49,5% hlut sinn í fyrirtækinu og innleysti þannig 10 milljarða hagnað. Hverju svarar þú gagnrýni um að frekar hefði átt að skrá félagið í kauphöllina, Nasdaq Iceland, byggja fyrirtækið frekar upp erlendis og selja það síðar? Það var skýr stefna hluthafa að setja félagið á markað á Íslandi en hafa ber í huga að Promens starfar í iðnaði og á mörk uðum þar sem félögum hefur fækk­ að og þau stækkað. Til þess að vera ger ­ andi í slíkri þróun hefði félagið þurft meira fé til vaxtar. Einnig má nefna að lykilviðskiptavinir Promens höfðu óskað eftir samstarfi sem kallaði á mikla fjár ­ fest ingu á næstu misserum. Félagið hafði tryggt sér lánsfjármögnun hjá erlendum viðskiptabönkum sínum en þurfti einnig að auka hlutafé. Íslenskar krónur koma að litlu gagni í þeirri vegferð. Félagið fékk ekki heimild til að fjárfesta í erlendri mynt umfram þá fjármuni sem urðu til í rekstri félagsins sjálfs. Það hefði því verið erfitt að fylgja eftir nauðsynlegum vexti félagsins á markaði á Íslandi ásamt því að styðja við innri fjárfestingar sem fylgir framleiðslufyrirtæki á þroskuðum markaði. Það var tekin ákvörðun um að selja félagið til RPC og var söluverðið sem fékkst fyrir félagið mjög gott að okkar mati. Enda þótt það hefði verið spennandi að fylgja félaginu áfram og taka þátt í uppbyggingu þess með því að fara inn á ný markaðssvæði og fjárfesta í fyrirtækjum og nýjum verksmiðjum má ekki gleyma því að slíku fylgir áhætta. Rekstur fyrirtækja er áhættusamur og jafnvel þótt stjórnendur og starfsfólk Promens hafi staðið sig afar vel er ekkert öruggt um það að félagið hefði náð viðunandi arðsemi í vaxandi sam keppni á markaði. Fyrir eru á þessum markaði öflug og vel rekin fyrirtæki svo sem RPC sem keypti Promens. 12 . Sænski fjárfestirinn AdvInvest með Thomas Ivarson í fararbroddi keypti á síðasta ári 57% hlut í Advania. Hann keypti síðan á dögunum óvænt afganginn af hlut Framtakssjóðsins í Advania, 32%. Kom aldrei til greina að selja fyrir­ tækið að fullu í fyrstu atrennu? forsíðuViðtal Enda þótt það hefði verið spennandi að fylgja Promens áfram og taka þátt í uppbyggingu þess með því að fara inn á ný markaðssvæði og fjárfesta í fyrirtækjum og nýjum verksmiðjum má ekki gleyma því að slíku fylgir áhætta. Kaup advinvEst á öllum hlut FramtaKssjóðsins Í advania „Við leggjum áfram áherslu á að byggja upp starfsemi Advania á Íslandi samhliða alþjóðlegri starfsemi félagsins. Þá er stefnt að því að Advania verði tvískráð í kauphöll á Íslandi innan tveggja ára og í kjölfarið í Stokkhólmi“, sagði Thomas Ivarsson, stjórnarformaður Advania og einn eigenda helsti eigandi AdvInvest, eftir kaupin á 32% hlut Framtakssjóðsins í Advania en fyrir átti AdvInvest 58% í félaginu sem var keyptur af Framtakssjóðnum á síðasta ári. Það var fjármálafyrirtækið Beringer Finance sem var ráðgjafi kaupenda í viðskiptunum. Stjórn Advania. Talið frá vinstri: Katrín Olga Jóhannesdóttir, Kristinn Pálmason, Thomas Ivarson stjórnarformaður, Birgitta Stymne Göransson og Bengt Engström.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.