Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 14

Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Byggir upp Beringer Finance í Noregi „Einhverjir telja mig vera mikla ævintýra­ manneskju þar sem ég hef búið víða.“ TexTi: Svava JónSdóTTir Mynd: Geir ólafSSon Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur um 20 ára reynslu af störfum á alþjóðavett­ vangi. Hún hefur nú gengið til liðs við sænska fjármálaráðgjafarfyrirtækið Beringer Finance sem meðeigandi og framkvæmdastjóri þess í Noregi. Þá situr hún í ýmsum stjórnum og er að vinna að stofnun evrópskra samtaka, Women Empower Women, sem ætlað er að ýta undir virka þátttöku kvenna í atvinnulífinu með því að aðstoða menntaðar konur í Evrópu við að komast aftur á vinnumarkað. B eringer Finance er sænskt ráðgjafar ­ fyrir tæki sem sinnir verk efnum tengdum ráð gjöf við kaup, sölu, samein­ ingu og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið starfar í Stokkhólmi, Reykjavík og Osló og hjá því starfa núna 30 starfsmenn. Höfuð stöðvarnar eru í Stokk­ hólmi. „Ég gekk til liðs við fyrirtækið í febrúar sem meðeigandi og framkvæmdastjóri og við höfum nú stofnað Beringer Fiannce í Noregi. Skrifstofur okkar eru á Aker Brygge sem er í hjarta höfuðborgarinnar. Áherslan er nú á að vinna að fjölda viðskiptatækifæra og á uppbyggingu á sterku teymi í Osló en nú þegar hef ég ráðið tvo starfsmenn.“ Steinunn segir að fyrirtækið sé með sterkt tengslanet í Noregi og þegar séu nokkur viðskipta ­ tækifæri þar til skoðunar. „Noregur er spennandi mark ­ að ur enda virkur í samruna fyrir tækja og yfirtökum og mikið fjármagn í umferð. Líklegt er að hræringar á markaði undanfar ­ ið muni efla þörf fyrir frekari breytingar hjá fyrirtækjum t.d. í formi endurskipulagningar og sölu á eignum sem ekki tengjast kjarnarekstri. Þar liggja meðal annars tækifærin fyrir Beringer Finance.“ Áhersla á tæknigeirann Steinunn segist leggja áherslu á að Beringer Finance nái góðum árangri á sínu sviði og tryggi sér orðspor sem framsækið og öflugt ráðgjafarfyrirtæki. „Fyrirtækið hefur víðtæka og sérhæfða þekkingu á mörgum sviðum, meðal annars í tækni ­ geir anum. Sem dæmi þá var Beringer Finance í Stokkhólmi og Reykjavík ráðgjafi AdInvest sem voru kaupendur á um 60% hlut af Advania á síðastliðnu ári og hluti af teyminu annaðist sölu á Betware til austurríska fyrirtæki s­ ins Novomatic. Áhersla fyrirtækisins verður áfram á að sinna tæknigeiranum en einnig að nálgast tækifæri í sjávarútvegs­ og orkugeiranum og þá helst þar sem tæknin er mikil. Við munum einnig vinna með fyrirtækjum í öðrum geirum þar sem sérþekking okkar nýtist viðskiptavinum vel.“ Langtíma við skipta sam- bönd Steinunn segir að hvað fram­ kvæmdastjórastarfið varðar muni aðaláherslan í starfinu vera á að byggja upp öflugt ráðgjafarteymi sem lætur til sín taka í Noregi og víðar. „Ég mun verja mestum af tíma mínum í framlínunni gagnvart viðskiptavinum og vinna að því að efla tengslanet Beringer Finance í Noregi og jafnframt nýta sambönd mín í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég legg Viðskipti Steinunn Þórðardóttir:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.