Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.03.2015, Qupperneq 9
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 9 Íslenskar Í norður-amerÍku Jón Axel Ólafsson, „JAX“, sem er eigandi og framkvæmdastjóri Eddu, er í ævintýralegu starfi. Edda er eini leyfishafi Disney á Íslandi og fyrir utan að gefa út Disney-blöð og -bækur hér á landi, en fyrirtækið er langstærsti barnabókaútgefandi á landinu, gefa Edda og systurfélög fyrirtækisins út bækur í Bandaríkjunum og víðar sem unnar eru hér á landi. Jón Axel segir að markmiðið sé að Edda USA verði innan fimm ára einn af fimm stærstu leyfishöfum Disney á sviði útgáfu. Þ að er svolítið eins og að vera staddur í ævin ­ týri þegar inn í húsnæði Eddu er komið; Disney­ myndir og Disney­fígúrur setja svip sinn á staðinn. Disney er það sem allt snýst um; hvað íslenska markaðinn varðar er um að ræða útgáfu á Disney­blöðum og Disney­bók­ um. Áskriftarleiðirnar eru fjórar og eru áskrifendur ríflega 10.000. Áskrifendur í Disney­klúbbnum fá Disney­bók og ­geisladisk í hverjum mánuði, Syrpur koma 12 sinnum á ári til áskrifenda, svo eru það hin sígildu Andrésblöð sem koma út í hverri viku allt árið um kring og Disney Kríli eru fyrir þau allra yngstu. Þá eru reglulega gefnar út alls kyns Disney­bækur sem seldar eru í smásölu. „Við höfum m.a. framleitt fjórar matreiðslubækur sem hafa selst í yfir 60.000 eintökum; segja má að vinsælasti matreiðslubóka­ flokkur á landinu sé þessar Disney ­matreiðslubækur. Þær hafa verið gefnar út í öðrum lönd­ um og núna erum við að vinna í því að hluti þeirra verði gefinn út í Bandaríkjunum í haust undir Frozen­vörumerkinu.“ Ákvað að söðla um Jón Axel hefur þurft að hafa fyrir þessu ævintýri. Edda lenti á árum áður í ólgusjó og það slett­ ist hressilega á kinnunginn áður en lægja tók. Jón Axel hóf störf við fjölmiðla árið 1983 og stjórnaði m.a. út­ varps þáttum um árabil og ákvað svo um árþúsundamótin að söðla um og fara í nám; hann fór fyrst í viðskiptafræði og síðan MBA­nám við Háskóla Íslands. „Ég var ekki með neina grunnmenntun; ekki stúdentspróf. Ég varði fimm árum í að stokka spilin.“ Jón Axel hóf síðan störf sem ráðgjafi hjá Morgunblaðinu og var í stjórn Eddu en hann vann fyrir Novator og Ólafsfell, sem átti Árvakur, útgáfufélag Morgun­ blaðs ins og mbl.is, og Eddu útgáfu hf. „Ég átti sem stjórnarmaður í Eddu að hafa það verkefni að leita nýrra leiða og tækifæra fyrir fé lagið. Við hrunið sköpuðust þær aðstæður að bakland félags ins var ekki lengur til staðar og það var annaðhvort val um að selja það eða leita einhverra annarra leiða. Það endaði með því að ég tók félagið yfir í janúar 2009.“ TexTi: Svava JónSdóTTir Myndir: GaSSi oG fleiri „Við dreifðum og seldum á annað hundrað þúsund bækur á sex vikum og erum mjög ánægð með þann árangur. Það þykir mjög gott fyrir fyrirtæki sem er ekki stærra en Edda.“ Disney-bækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.