Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Síða 62

Frjáls verslun - 01.07.2008, Síða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 s t j ó r N u N v ita starfsmennirnir þínir hver stefna fyrirtækisins er? Og gætir þú svarað því á einfaldan hátt hver væri stefna fyrirtækis þíns ef þú værir skyndilega spurður að því? Það er nú það. D. Collins og M. Rukstad héldu því fram í aprílhefti Harvard Business Review að það væri staðreynd, sem fáir þyrðu að tala um, að mjög margir stjórnendur gætu varla lýst því á einfaldan hátt hver stefna fyrirtækisins væri. Og það segði sig sjálft að ef stjórnendur ættu erfitt með að segja á einfaldan hátt hver stefnan væri, þá væri nær útilokað að aðrir starfsmenn gætu það. En ef svo vildi til að þeir gætu lýst stefn- unni þá væri sjaldgæft að aðrir starfsmenn lýsi henni nákvæmlega eins og afleiðingin væri sú að engin ein stefna væri höfð að leið- arljósi í starfi fyrirtækisins. Stefna er ekki það sama og hluverk, gildi eða sýn. En þessu er oft ruglað saman. Þetta þrennt er engu að síður mikilvægt og hjálpar fólki að gera hlutina rétt. Það er að segja að leysa verkin á réttan hátt. Hlutverk, gildi og sýn hjálpa hins vegar lítið við að ákveða hver þessi verk eru. Þar af leiðandi gera þau starfsmönnum lítið gagn þegar þeir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðum í sínum daglegu störfum. tvö góð dæmi: Sölumaður á fjölmiðli er hjá stórum við- skiptavini sem er búinn að þrýsta verði mikið niður. Á sölumaðurinn að taka stórum samn- ingi á mjög lágu verði eða sleppa þessum viðskiptum? Starfsmaður hafði í langan tíma unnið að nýrri virðisaukandi þjónustu fyrir viðskipta- vini fyrirtækisins en var á síðustu metrunum sagt að hætta þar sem verkefnið væri ekki í takt við stefnu fyrirtækisins. Reiður hugs- aði hann: „Af hverju sagði mér það enginn í upphafi?“ Í fyrirtæki með 300 starfsmenn og óljósa stefnu eru í raun 300 mismunandi stefnur í gangi! Þetta skapar ekki aðeins mikla gremju á meðal starfsfólks heldur veldur þetta einnig gríðarlegri sóun á tíma og fjármagni. Rétt eins og Don Quixote, sem réðst til atlögu við vindmyllurnar, ráfa starfsmenn í allar áttir í góðri trú um að þeir séu að vinna í takt við stefnu fyrirtækisins. Á samdráttartímum líkt og nú þurfa öll fyrirtæki að horfa inn á við. Þau þurfa að setja alla athyglina á undirstöðurnar og skera burt alla óþarfa rekstrarfitu. Stór liður í þessu er að það sé mjög skýr og einföld stefna sem allir starfsmenn þekkja, skilja og umfram allt vinna eftir. Þetta getur ráðið örlögum fyrirtækja þegar þau fara í gegnum þann öldugang sem nú gengur yfir íslenskt efnahagslíf. Rukstad og Collins setja hugtökin upp þrepskipt: Efst kemur hlutverk. Af hverju erum • við til? Næst koma gildi. Hverju trúum við og • hvernig hegðum við okkur? Því næst kemur sýnin. Hvað ætlum við • að verða? Þá er það stefnan. Hver er stefna okkar í samkeppninni? Hún þarf að vera sett fram á einfaldan og skýran hátt, með 35 orðum eða færri. Hvert ertu að fara? eða ertu að fara eittHvað? D. Collins og M. Rukstad halda því fram að ef stjórnendur fyrirtækja eiga erfitt með að segja á einfaldan hátt hver stefnan sé, þá sé nær útilokað að aðrir starfsmenn geti það. og þótt einhverjir starfsmenn geti lýst stefnunni er afar ólíklegt að þeir lýsi henni eins. TExTI: guðmundur arnar guðmundsson • MyND: geir ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.