Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 131

Frjáls verslun - 01.09.2009, Side 131
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 131 Saga okkar er stutt og mjög viðburðarík,“ sagði Liv Bergþórs-dóttir, framkvæmdastjóri Nova. „Við byrjuðu að skoða mark- aðinn árið 2006 og komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum mikið erindi inn á hann.“ Nova upplifði sitt blómaskeið árin 2007 og 2008 en þá kom hrunið og menn gerðu sér grein fyrir að það þýddi ekki að bíða eftir að efnahagsástandið batnaði. Við sumum fyrirtækjum blasti dauði en með því að grípa inn í var hægt að koma í veg fyrir dauða hjá Nova. „Við slíkar aðstæður þarf að þjappa starfsfólkinu saman og byrja upp á nýtt. Það þýðir ekki að hjakka í sama farinu. Tækifærin koma og það er hægt að komast í gegnum endurreisn,“ sagði Lív og benti á að það væri hrikalega skemmtilegt að byrja upp á nýtt og að kvíði stjórnist oftar en ekki af því að fólk hefur nóg að gera. „Hafir þú nóg að gera þá sérðu ekki kvíðann. Það versta sem hægt er að gera starfsfólkinu er að það hafi ekki nóg að gera þegar það mætir í vinnuna.“ Nýjar leiðir Allt snýst þetta um breytingastjórnun að hennar mati og nú er Nova að fást við meiri breytingar en nokkru sinni fyrr. „Þetta snýst ekki um að koma öllu í fyrra horf. Það á að gera hlutina allt, allt öðru- vísi. Markmiðið er að byrja upp á nýtt og fara nýjar leiðir og gera starfsfólkinu grein fyrir því að við erum EKKI að reyna að koma öllu í fyrra horf. Starfsfólk sem maður hefði ekki getað fengið með sér í breytingar fyrir ári er farið að kalla eftir breytingum. Efnahags- umhverfið er breytt, gildismatið er breytt, viðhorf starfsmanna til breytinga eru gjörbreyttar, neyslumynstrið er breytt og sömuleiðis tíska og „trend“. Við þetta skapast mörg tækifæri. Það er rosalega gaman að fara í gegnum þessa sköpun.“ Liv ræddi um tæknibreytingarnar þar sem GSM símarnir eru orðnir að litlum fartölvum. Hún sagði líka að auðveldara væri að byrja með autt blað heldur en að þurfa að breyta því sem fyrir er og Nova hefði ekki þurft að hugsa alla hluti upp á nýtt. Það þyrfti að skoða hverjar væru þarfir neytandans og hvernig hægt væri að mæta þeim með öðrum hætti en samkeppnisaðilar gerðu. Hún bætti við í gamansömum tón að eitt hefðu þau hjá Nova ekki séð fyrir. Það voru viðbrögð nágrannanna þegar Nova auglýsti opnun „stærsta skemmtistaðar í heimi“ í hverfinu þeirra. Þeir hefðu áður verið þar í sambýli við Hollywood og Broadway! Ekkert nema tækifæri Það mátti heyra á Liv að mikil bjartsýni ríkir hjá Nova og sveigj- anleikinn er gríðarlegur. Framundan sjá menn ekkert nema tækifæri, enda hefur meðal annars orðið sú breyting úti í þjóðfélaginu að fólk er farið að velta fyrir sér hvað kostar að hringja, en lítið fór fyrir slíkri hugsun fyrir rúmu ári. Það verður til þess að fólk er opnara fyrir að prófa nýja hluti.. Markaðshlutdeild Nova hefur vaxið úr 9% í 15% og markmið ársins 2010 er að komast aftur á blómaskeiðið og ná viðunandi arðsemi. „Nova á mikið inni úti á markaðinum. Mikilvægt er að halda í gleðina og vera óhræddur við að vera öðru- vísi því á endanum skilar það meiri árangri.“ mikill vöxtur á skömmum tíma Í byrjun árs 2007 voru starfsmenn Nova, stærsta skemmtistaðar í heimi, 5 en eru nú 85. Fyrirtækið þjónar 50 þúsund viðskipta- vinum. Nova er ekki aðeins ungt fyrirtæki heldur er starfsmannahópurinn líka ungur, meðalaldurinn 30 ár. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova. Þjappa verður starfsfólkinu saman og byrja upp á nýtt Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.