Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 6

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 6
 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Vert er að benda á einstaklega fróðlegt viðtal Frjálsrar verslunar í þessu tölublaði við Kára Sigurðsson, hagfræðing hjá Barclays Global Investors í London, um mjög háa vexti á Íslandi og hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Kári segir að háir vextir slái aðallega á verðbólgu í gegnum hátt gengi og að það bæti ekki úr skák að Seðlabankinn vilji ekki horfast í augu við þá staðreynd að forsendur hækkana á stýrivöxtum séu ekki til staðar á Íslandi nema að litlu leyti. Kári segir að auk þess vilji ríkisstjórnin ekki taka þátt í aðhaldsaðgerðum gegn verðbólgunni með bankanum. Það flýtir örugglega fyrir útför krónunnar að Kaupþing skuli hafa riðið á vaðið með að skrá bókhald sitt og hlutabréf í evrum. Straumur-Burðarás tilkynnti að vísu fyrr á árinu að hann ætlaði að gera slíkt hið sama en á því varð töf vegna skilyrða af hálfu Seðlabankans. En stíflan er brostin og skriðan yfir í evruna er farin af stað. eVran snýst um minni gengisáhættu og lága vexti. Þegar Kaupþing ákveður að gera upp í evrum er bankinn að þurrka út gengisáhættuna gagnvart evrunni með einu pennastriki. Þegar Kaupþing ákveður að skrá hlutabréf bankans í evrum geta fjárfestar dregið úr gengisáhættu sinni við að fjárfesta í hlutabréfum í bankanum og þau verða þar með álitlegri bæði fyrir erlenda fjárfesta og raunar íslenska líka. Íslenskur fjárfestir, sem tekur erlent lán á lágum vöxtum til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru í krónum, situr uppi með verðminni hlutabréfaeign bara við það eitt að gengi krónunnar fellur. Ekkert annað hefur í raun gerst; sjálft gengi bréfanna kann að vera það sama ef ekki hærra. auðVitað gildir það sama um manninn á götunni og Kaupþing. Hann þarf að draga úr gengisáhættu lána sinna. Tæplega þriðjungur nýrra húsnæðislána á Íslandi eru í erlendri mynt og satt best að segja heldur fjöldi fólks – venjulegt alþýðufólk – núna á tifandi tímasprengju. Falli gengi krónunnar fer allt til fjandans hjá þessum íbúðaeigendum. allt tal um hvort við ætlum að taka upp evru er í sjálfu sér svolítið kómískt. Evran er þegar komin inn og fyrirferð hennar mun stóraukast. Krónan verður eitthvað áfram í notkun. En það styttist óðfluga í tilkynninguna frægu: Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón G. Hauksson Það er ekki alveg komið að útför krónunnar. En það styttist í hana, ef marka má þann klið sem fór um íslenskt viðskiptalíf þegar Kaupþing banki tilkynnti nýlega að hann ætlaði að gera upp í evrum frá og með næstu áramótum – sem og að skrá hlutabréf bankans í evrum. Kaupþing banki tilkynnti þetta á föstudegi og það sem eftir lifði dagsins var vart um annað rætt í viðskiptalífinu en að þessi bókhaldsaðgerð risans væri fyrsta skrefið í átt að útför íslensku krónunnar – líka hinnar verðtryggðu íslensku krónu. Í kjölfarið hófust miklar umræður um það hvort evran væri komin inn bakdyramegin og að hún myndi taka sig upp sjálf í viðskiptum án þess að Alþingi hefðu nokkuð um það að segja. eVran er augljóslega þegar komin inn bakdyramegin sem gjaldmiðill þjóðarinnar. Um það þarf í sjálfu sér ekki mörg orð. Stærstu íslensku fyrirtækin eru með langstærstan hluta tekna sinna í erlendum gjaldmiðlum, t.d. evru. Tveir þriðju lána íslenskra fyrirtækja eru í erlendri mynt. Húsnæðislán venjulegs alþýðufólks á Íslandi eru í stórauknum mæli í erlendri mynt. Þá berast fréttir um að fyrirtæki hyggist greiða starfsmönnum sínum á Íslandi laun í evrum. Og sannið þið til; fyrst laun og lán fólks verða í auknum mæli í evrum þá líður ekki á löngu að húsnæði fólks verði líka metið og skráð í evrum. Það er kaldhæðnislegt að Seðlabankinn er líka byrjaður að ýta krónunni í burtu og flæma fólk og fyrirtæki yfir í evruna á sama tíma og hann telur sig vera að verja krónuna og styrkja hana. Bankinn er í mikilli sjálfheldu. Þegar hann hækkar stýrivexti til að hemja verðbólguna, eins og honum ber skylda til að gera samkvæmt lögum um bankann, þá styrkist krónan. Flestir draga þá ályktun að sá styrkleiki sé raunverulegur. En ekki er allt sem sýnist. Gangi Seðlabankinn of langt í að hækka stýrivexti, eins og nú virðist raunin, þá neyðir hann bæði fyrirtæki og einstaklinga til að flytja lán sín yfir í erlenda mynt, en þau lán bera miklu lægri vexti en lán í krónum. Þar með dregur bankinn sjálfur úr þeim stjórntækjum sem hann hefur og stýrivextir geta verið. Sumir kalla þetta að skjóta sig í fótinn – og það eru ekki púðurskot til aðvörunar. EVRAN TEKUR SIG UPP SJÁLF: Útför íslensku krónunnar RitstjóRnaRgRein Allt tal um hvort við ætlum að taka upp evru er í sjálfu sér svolítið kómískt. Evran er löngu komin inn og fyrirferð hennar mun stóraukast. Með Vaxtareikningi færðu meira svigrúm því nú geturðu fengið vextina af sparnaði þínum greidda út mánaðarlega. Mánaðarleg útborg- un vaxta hentar þeim sem: • vilja nýta vextina af sparnaði sínum strax • eru á milli fjárfestinga • vilja koma til móts við mánaðarleg útgjöld Vaxtareikningur er óverðtryggður reikningur með háa vexti og er lágmarksinnistæða 200 þúsund krónur, en engin fyrir Vörðufélaga 60 ára eða eldri. Vextirnir fara stighækkandi eftir því sem upphæðin eykst. Kynntu þér fjölmarga kosti Vaxtareiknings á landsbanki.is, hafðu samband í 410 4000 eða stofnaðu reikninginn og kláraðu málið í Einkabankanum. hver mánaðamót Áramót um G O TT FÓ LK

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.