Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 8
KYNNING F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Harðviðarval ehf. er gamalgróið fyrirtækið sem var stofnað árið 1978. Fyrirtækið hefur ætíð leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum allt það nýjasta og besta í gólfefnum ásamt miklu úrvali innihurða. Í versluninni að krókhálsi 4 er stærsti parketsýningarsalur landsins og þar geta viðskiptavinir séð sýnishorn af öllum þeim vörum sem Harðviðarval býður upp á. Að sögn Eggerts Gottskálkssonar framkvæmdastjóra og Björns Matthíassonar sölu- og markaðsstjóra eru seldar í versluninni vörur til einstaklinga, verktaka, arkitekta og fyrirtækja og auk þess boðið upp á hagstæðar heildarlausnir fyrir heimilið: „Við höfum lengi verið með stóra hlutdeild af markaðinum og höfum verið í mikilli sókn og erum að bæta við okkur ýmsum vöruflokkum sem gerir okkur að góðum kosti þegar leysa þarf heildarlausnir í gólfefnum og innihurðum. Það getur stundum komið fyrir að þörf sé á að skipta nánast öllu út og þá bjóðum við upp á einstakar og hagsýnar heildarlausnir í þessa veru fyrir heimilin og erum með góðar og viðurkenndar vörur.“ Þeir Eggert og Björn segja að fólk sé meira farið að hugsa um gæði parketsins og vilji fá góða vöru: „Þetta hefur gert það að verkum að dýrara parket er farið að seljast betur. Þá hefur færst í aukana að fólk setji flísar á gólf. Þau efni sem við erum með koma mikið frá Þýskalandi og eru öll mjög vel vottuð, sem skiptir miklu máli þegar verið er að koma þeim á markaðinn.“ Allt innifalið í einum pakka Harðviðarval hefur á síðustu árum boðið uppá svokallaða Gulllínu. „Hugmyndin gengur út á það að menn kaupa einn pakka og honum fylgir allt sem þeir þurfa, efni, akstur á efninu, lögn eða uppsetning. Viðskiptavinurinn borgar eina ákveðna upphæð fyrir vöruna og þjónustuna og enginn aukakostnaður bætist við. Það hafa ekki allir tök á að útvega sér iðnaðarmenn eða hafa tíma til að leggja sjálfir parket eða flísar og þess vegna fórum við í að bjóða heildarlausnir sem hafa gengið mjög vel og er stöðugt meira um þær í rekstri okkar. Þá má einnig nefna að lagning parkets og flísa er oft lokahnykkurinn hjá fólki sem staðið hefur í að byggja eða kaupa sér húsnæði og þá þykir mörgum gott að geta klárað dæmið með þeirri þjónustu sem við bjóðum. Verkið er drifið af á eins stuttum tíma og hægt er og þess gætt að rask verði sem minnst. Við höfum fylgt verkinu eftir og haft samband við viðskiptavininn og spurt hvort allt hafi staðist og oftar en ekki hefur þjónustan farið fram úr væntingum fólks og oft kemur mest á óvart að áætlun sem sett er upp þegar þjónustan er keypt, stenst fullkomlega.“ Breytingar í versluninni Miklar breytingar hafa staðið yfir í versluninni að Grjóthálsi að undanförnu. „Við tókum þá ákvörðun að stækka við okkur í flísum og innihurðum og breytingarnar felast í að koma þeim vörum vel fyrir. Við erum að taka til sölu tvö ný flísamerki, Etilcuoghi og Aquileia, sem eru gríðarlega vönduð vara, mikið lagt í hönnun og endingu. Þá finnst okkur hafa vantað á markaðinn meiri fjölbreytni í hurðum og erum að sinna þeim markaði með breiðari línu í innihurðum, allt frá gegnheilum hurðum yfir í glerhurðir. Allt þetta kallar á breytingar í verslun okkar.“ Eitt af því sem Harðviðarval gerir er að styðja við skógrækt í landinu. „Við erum í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Það hófst þannig að þegar við hófum að selja Gulllínuna okkar gerðum við samning við Skógræktina um að fyrir hvern seldan fermetra í Gulllínunni yrði gróðursettur ákveðinn græðlingur. Í kjölfarið fór Skógræktin af stað með tilraunaverkefni að Tumastöðum í Fljótshlíð þar sem gerð er tilraun með ræktun á eik, beyki og álmi sem eru sambærilegar viðartegundir og við erum að selja út úr versluninni. Þetta eru tegundir sem ekki hafa verið ræktaðar mikið hér á landi og teljum við það verðugt og umhverfisvænt verkefni fyrir Harðviðarval og fylgjum við því vel eftir.“ Vandaðar og viðurkenndar vörur í gólfefnum, flísum og innihurðum Mikið úrval innihurða er í Harðviðarvali.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.