Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
Fyrst þetta ...
Nýbyggingar Bláa Lónsins
hf. voru formlega opnaðar
fimmtudaginn 25. október.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, var heiðursgestur við
opnunina. Með nýbyggingunum
hafa mannvirki Bláa Lónsins
baðstaðar tvöfaldast að stærð
og eru nú 5.500 fermetrar.
Framkvæmdirnar fólust í
stækkun og endurhönnun
allrar búnings- og baðaðstöðu,
opnun Betri stofu, þar sem
m.a. er boðið upp á einkaklefa,
og opnun nýs veitinga- og
veislusalar sem hlotið hefur
nafnið Lava. Salurinn er byggður
inn í hraunið sem umlykur Bláa
lónið. Náttúrulegur klettaveggur
innst í salnum setur sterkan
svip á salarkynnin og veitir
þeim ævintýralegan blæ. Fjöldi
gesta sótti opnunina sem var
hin glæsilegasta.
Forseti
Íslands, hr.
Ólafur Ragnar
Grímsson, var
heiðursgestur
við opnunina.
Lava-salurinn er byggður inn í hraunið og samspil Bláa lónsins og
klettaveggja veita honum ævintýralegan blæ.
Frú Dorrit Moussaieff kveikti á listaverki Rúríar sem ber nafnið
Klakabönd. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Grímur Sæmundsen,
framkvæmdastjóri Bláa Lónsins, Dorrit Moussaieff, Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, og Edvard Júlíusson, stjórnarformaður
Bláa Lónsins hf.
Bláa Lónið stækkar
Borgartúni 37 - 105 Reykjavík - sími 569 7700
Kaupangur v/Mýrargötu - 600 Akureyri - sími 569 7620
www.nyherji.is - nyherji@nyherji.is