Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 17

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 17
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 17 Forsíðuviðtal HOtEL D´AnGLEtERRE - GimStEinninn í SAfninu Gísli Þór reynisson HjÁ NoRDIc PaRTNERS Í E INkaVIðTaLI V Ið FRjÁLSa VERSLuN: j á, svona er lífið,“ segir Gísli Þór Reynisson, og spyr hvort ekki megi bjóða upp á samloku úr eldhúsinu meðan við spjöllum saman um óvænta frægð hans sem fjárfestis. Samloku úr eldhúsi Hotel D´Angleterre við Kongens Nytorv í hjarta Kaupmannahafnar. Jú takk, ætli að ekki. Þetta er veitingastaður sem Kaupmannahafnarblaðið Berlingske Tidende hefur rétt nýverið gefið fimm stjörnur (og ekki sex af því að blaðið gefur mest fimm stjörnur, sagði þar) og hér hafa frægustu skáld, listamenn, skemmtikraftar og valdamenn sinnar samtíðar verið gestir í 250 ár – sofið í herbergjunum, snætt í veitingasalnum. Menn eins og Halldór Kiljan Laxness og grínarinn Danny Kay svo aðeins tveir séu nefndir. Það dregst ofurlítið að Gísli komi með samlokurnar úr eldhúsinu en þegar hann kemur afsakar hann sig og segir: „Bara smáuppákoma. Mary, krónprinsessa Dana, kom með vinkonu sína, greifynju, að borða. Alltaf einhverjar öryggisráðstafanir þegar fólk úr konungsfjölskyldunni kemur,“ segir Gísli og við blaðasnápar sættum okkur við að krónprinsessur og greifynjur hafa forgang á Hotel D´Angleterre. Þannig hefur það verið í 250 ár. Frægasta hótel Norðurlanda En við erum að tala um lífið og hótelið og frægðina við Kópavogsbúann Gísla Þór Reynisson. „Það er bara svo, að kaup á einu frægu hóteli vekja miklu meiri athygli en aðrar fjárfestingar í húsnæði,“ segir Gísli því hann og fjárfestingafélagið sem hann á stofnaði og á meirihluta í – Nordic Partners ehf. – hefur starfað í mörg ár og náð Gísli Þór Reynisson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.