Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 28

Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 16. október Hlutabréf í Ericsson hrundu um 24% Það er stundum sagt að þegar Wall Street í New York hnerri þá fái heimurinn kvef. Það er hægt að heimfæra þetta upp á sænska hlutabréfamarkaðinn þar sem Ericsson hefur verið risinn í Kauphöllinni. Hlutabréf í Ericsson hrundu um 24% þennan dag og við það fór hrollur um sænska markaðinn. Hlutabréf í Ericsson hafa ekki verið lægri í þrjú ár en ástæða lækkunarinnar er samdráttur í tekjum sem virðist hafa komið stjórnendum fyrirtækisins og sérfræðingum á markaðnum í opna skjöldu. Verðmætasta fyrirtækið í sænsku Kauphöllinni er núna tískuverslanakeðjan H&M. Risinn stendur undir nafni. 17. október Hagnaður Coca-Cola eykst um 13% Vænkast hagur Búkollu. Það voru fremur óvænt tíðindi þegar sagt var frá því að hagnaður Coca-Cola, stærsta drykkjarvörufyrirtækis í heimi, hefði aukist um 13% á þriðja ársfjórðungi. Var þetta mun meiri hagnaður heldur en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir. Það hefur gengið á ýmsu hjá fyrirtækinu á undanförnum árum og samkeppnin á kólamarkaðnum er stöðugt að aukast. 18. október Landic Property: Vilja tvöfaldast á tveimur árum Landic Property, sem áður hét Stoðir og á m.a. fasteignafélagið Keops og D A G B Ó K I N TExTi: Jón G. Hauksson • MYNDiR: Geir ólafsson o.fl. Atlas Ejendomme í Danmörku, stefnir á miklar fjárfestingar á næstu tveimur árum. Fram kom í fréttum að félagið ætlaði sér að tvöfaldast á tveimur árum og að það leitaði að fjárfestingartækifærum í Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og í Eystrasaltsríkjunum. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property. 25. október Ekstrablaðinu mun svíða Ef fram fer sem horfir í máli Kaupþings gegn Ekstrablaðinu, þá mun Ekstrablaðinu svíða, samkvæmt því sem Berlingske Tidende segir. Kaupþing höfðaði mál fyrir breskum dómstólum vegna greinaflokks sem blaðið birti um Kaupþing og íslenskt fjármálalíf í fyrra. Berlingske Tidende segir að málskostnaður Ekstrablaðsins gæti orðið yfir 120 milljónir króna þótt það yrði sýknað – og hvað þá ef það myndi tapa málinu fyrir dómstólum. Í greinunum fullyrti Ekstrablaðið að Kaupþing færi á svig við skattalög og nýtti sér ýmis skattaskjól í viðskiptum sínum. Lögfræðistofa Kaupþings í Lundúnum er Schillings Royalty House. Kaupþing krefst þess að Ekstrablaðið dragi greinarnar til baka og biðjist afsökunar á þeim. Þá krefst bankinn einnig ótilgreindra skaðabóta. Ekstrablaðinu mun svíða. Sigríður Á. Andersen. 17. október Sigríður formaður Spænsk-íslenska Sagt var frá því að Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður hefði verið kjörin formaður Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins. Hún tók við formennsku af Úlfari Steindórssyni sem verið hafði formaður síðastliðin 4 ár. Í fréttum var sagt að þetta væri í fyrsta sinn í sögu millilandaráða Viðskiptaráðs Íslands sem kona væri kjörin formaður. Átta millilandaráð eru í Viðskiptaráði Íslands. 17. október „Taka TVö“ Hjá FroSTa Upphafsmaðurinn að fyrirtækinu Opnum kerfum, Frosti Bergsson, hefur eignast félagið að nýju. Það er eignarhaldsfélag hans, OK2 ehf., sem keypti fyrirtækið af Opnum kerfum Group hf. Segja má að OK2 standi því fyrir „taka tvö“ hjá honum. Frosti stofnaði ásamt fleirum Opin kerfi 1984 en það hét þá HP á Íslandi og var dótturfélag Hewlett Packard frá Danmörku. Opin kerfi keyptu öll hlutabréf í HP á Íslandi 1995 og 1997 var félagið skráð í Kauphöll Íslands. Árið 2004 keypti Kögun, undir stjórn Gunnlaugs Sigmundssonar, öll hlutabréf í Opnum kerfum af Frosta Bergssyni og öðrum hluthöfum. Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa, verður áfram forstjóri félagsins. Frosti Bergsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.