Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 DAGBÓK I N Þetta er ein af fréttum mánaðarins og örugglega sú umtalaðasta. Við erum auðvitað að ræða um frétt RÚV af meintu ólöglegu verðsamráði á matvörumarkaðnum og meintum blekkingum gagnvart viðskiptavinum þegar verðkannanir eru gerðar. Spjótunum var sérstaklega beint að erkifjendunum Bónus og Krónunni og meintu verðsamráði þeirra á milli. Það varð vægast sagt allt vitlaust út af þessum fréttum. Enda ekki nema von; ásakanirnar eru býsna alvarlegar. Bæði Hagar, sem reka Bónus, og Kaupás, sem rekur Krónuna, mótmæltu þessum fréttum af mikilli hörku. Forráðamenn Haga sögðu í fréttatilkynningu að um væri að ræða alvarlega aðför að orðspori fyrirtækisins og æru starfsmanna þess. Undir henni væri ekki hægt að sitja þegjandi og myndu Hagar íhuga réttarstöðu sína vegna þess. Í fréttaflutningi RÚV af málinu var haft eftir Kristni Skúlasyni, rekstrarstjóra Krónunnar, að matvöruverði í Krónunni væri breytt margsinnis yfir daginn. Sömu sögu hafði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, að segja; verði væri breytt þar oft á dag. Þessar tíðu verðbreytingar sögðu þeir stafa af því að verslanirnar fylgdust með verði keppinautanna. RÚV hóf málið á því að nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Bónuss, Hagkaupa og Krónunnar (sem ekki vildu koma fram undir nafni) hefðu greint fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá því að verð í búðunum væri lækkað þegar verðkannanir færu fram. Einnig sögðu þessir ónafngreindu starfsmenn að samstarf væri á milli fyrirtækjanna um vöruverð. Því næst fóru tveir fréttamenn RÚV í rannsóknarblaðamennsku og könnuðu málið í verslunum Bónuss og Krónunnar. Kom fram í fréttunum að þeir hefðu sannreynt margt af því sem starfsmennirnir höfðu sagt. Fréttamennirnir sögðust fyrst hafa farið á vettvang sem „óbreyttar húsmæður“ og kynnt sér verð á nokkrum vörutegundum. Í öllum tilvikum hefði verð á pakkavörum verið krónu lægra í Bónus, eins og heimildarmenn sögðu að samstarf væri um. Hálftíma síðar höfðu þeir vistaskipti, þ.e. sá fréttamaður sem fór í Bónus fór í Krónuna og öfugt. Í þetta skiptið kynntu þeir sig sem fréttamenn sem vildu kanna vöruverð. Sama verð var á vörunum í Bónus hvort sem húsmóðirin eða fréttamaðurinn keyptu inn. Verðið í Krónunni hafði á hinn bóginn lækkað umtalsvert. „Á þeim hálftíma sem leið milli ferða húsmóðurinnar og fréttamannsins í Krónuna lækkaði kílóverð á kjúklingabringu um 34% auk þess sem afsláttur við kassa var 50% í stað 10% hálftíma áður,“ sagði Guðrún Frímannsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins í kvöldfréttum. Það var þó fyrst og fremst eftirfarandi frásögn hennar af ódýrum kjúklingabringum neðst í frystinum sem varð táknræn fyrir fréttina. „Þegar fréttamaðurinn hefði kynnt sig sem slíkan hefði starfsmaður Krónunnar fundið bringurnar en við leitina stóð hann nánast á haus ofan í kælidisknum, leitaði og gróf og fann tvo pakka sem voru ódýrari.“ Þannig var nú fréttin sú. En eftir stendur fólk og spyr hvers vegna keppinautar Haga og Kaupáss undirbjóða ekki þessi fyrirtæki fyrst þau hafa myndað „gat á markaðnum“? Það er nú það. 2. nóvember Karl Wernersson út úr 365 Morgunblaðið sagði frá miklum tilfæringum með bréf í 365 hf. og Teymi hf. en bæði félögin eru skráð í Kauphöllinni. Stóra málið er að félög í eigu Pálma Haraldssonar, Fons, og þeirra Þorsteins M. Jónssonar og Magnúsar Ármanns, Sólmon, keyptu 15% hlut Milestone í 365. Viðskiptin námu um 1,2 milljörðum króna. Hvort félag um sig keypti 7,5%. Gengið í þessum viðskiptum var 2,35. Milestone keypti þess í stað 5% hlut FL Group í Teymi fyrir sömu fjárhæð. Með þessum viðskiptum eiga bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir ekki lengur í 365. Samanlagður hlutur félaga í eigu þeirra Pálma, Þorsteins og Magnúsar í 365 er núna kominn í 41,4%. Og eftir þessi viðskipti á Milestone um 17% hlut í Teymi en Baugur Group er þar stærsti eigandinn með um 30% hlut. Hin táknræna mynd af fréttunum um meint verðsamráð var um kjúklingabringurnar neðst í frystinum. 1. nóvember Meint verðsaMráð stórMarKaðanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.