Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 33

Frjáls verslun - 01.09.2007, Síða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 33 DAGBÓK I N West Ham var sögulegt. Það hófst með kaupunum á argentísku landsliðsmönnunum tveimur, Macherano og Teves. Koma þeirra vakti miklar væntingar þar sem West Ham hafði verið eitt kraftmesta liðið í úrvalsdeildinni árið áður, endaði í 9. sæti eftir tvö ár í 1. deild og lék til úrslita í ensku bikarkeppninni. En þegar Björgólfur keypti West Ham fyrir 90 milljónir sterlingspunda í nóvember í fyrra var það bæði höktandi og óstöðugt. Í ársbyrjun var árangur liðsins enn slakur og því var knattspyrnustjóranum Alan Pardew sagt upp og Alan Curbishley, leikmaður West Ham á árum áður, ráðinn í hans stað. Ólgan í kringum kaupin á argentínsku leikmönnunum gerði ekkert til þess að bæta ástandið og var mikið fjallað um það hvort löglega hefði verið staðið að verki. Málið fékk mikla athygli í breskum fjölmiðlum og beindi athyglinni frá því sem var að gerast á vellinum, sem gerði hinar fyrstu og sviptivindasömu vikur Curbishley í starfi síður en svo auðveldari. Liðið hélt áfram að tapa, stundum með miklum mun, og þegar 11 leikir voru eftir var það neðst í deildinni. En þá fóru hjólin að snúast. West Ham vann níu leiki af þeim 11 sem eftir voru og tókst að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hreint lygilegt Varla er á nokkurn hallað þótt því sé haldið fram að Carlos Teves hafi verið þungamiðjan í sigrum liðsins á þessu tímabili sem nú er kallað „Björgunin mikla” (The Great Escape). „Þetta var hreint ótrúlegt. Þið getið ímyndað ykkur álagið sem hlýtur að hafa verið á Eggerti Magnússyni fyrsta árið,“ segir Björgólfur. „Um tíma var eins og allt, og þá meina ég allt, væri okkur andsnúið, en svo komu augnablik og leikir þegar manni fannst engu líkara en að engill héldi verndarhendi yfir okkur og gætti þess að boltinn lenti ekki í markinu okkar megin. Hugsið ykkur, liðið sem var í frjálsu falli sama hvernig á það er litið, sneri við blaðinu og vann andstæðinga á borð við Manchester United og Arsenal, bæði heima og í útileikjum, og við fengum næstum fjórðung stiganna úr leikjum á móti liðum af þessu tagi. Það segir allt sem hægt er að segja.“ Leiðin á toppinn Augu Björgólfs ljóma þegar hann er spurður um metnað sinn fyrir hönd West Ham. „Takmark mitt er margþætt. Í fyrsta lagi sé ég gríðarlega möguleika í byggingu 60- 70.000 sæta leikvangs í grennd við lestarstöðina í West Ham, rétt austan við fjármálahverfið í City. Stuðningsmenn okkar eru óstöðvandi. Þeir standa með liðinu í blíðu og stríðu. Ég get varla lýst þeirri upplifun að heyra þá syngja, hrópa og hvetja liðið sitt – andrúmsloftið er hreinlega rafmagnað. Eftirspurn eftir miðum á heimaleiki West Ham er mikil og ég er sannfærður um það að við getum fyllt 70.000 sæta leikvang. Líka hefur verið sérstaklega ánægjulegt að finna hversu vel okkur nýju eigendunum hefur verið tekið.“ Þegar vonir og væntingar á vellinum eru annars vegar segir Björgólfur fyrir öllu að gera skammtímasjónarmiðum og langtímamarkmiðum jafnhátt undir höfði. „Í augnablikinu er markmiðið að halda ferðinni áfram af krafti og öryggi og fikra sig síðan smátt og smátt upp í hóp efstu liða í deildinni. Stöðugleikinn í liðinu er fyrir öllu, hann gerir langtímauppbyggingu auðveldari. Ef horft er til næstu fimm ára gerum við okkur vonir um eitt af efstu sætunum í úrvalsdeildinni og reglulega þátttöku í Evrópukeppnum og að liðið muni í framhaldi af því leggja einlæga áherslu á að vinna titla,“ segir Björgólfur Guðmundsson af staðfestu og bjartsýni.“ Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.