Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 42

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 einn. En það var ekkert óheiðarlegt við þetta,“ segir Ingibjörg. skortur á samstöðu Signý Jóhannesdóttir bendir á að meðal verslunarmanna gnæfi Verslunarmannafélag Reykjavíkur - VR - yfir önnur félög. Nær 90 prósent af félögum landsambandsins eru félagar í VR. Og VR er að mati Signýjar vel skipulagt og samstætt félag. Það er því ekki erfitt að ná samstöðu innan Landsambands íslenskra verslunarmanna ólíkt því sem er hjá Starfsgreinasambandinu. Iðnaðarmenn hafa með sama hætti lengi haft áhrif innan ASÍ umfram það sem félagafjöldinn segir til. Og þegar þessi tvö sambönd – iðnaðarmenn og verslunarmenn – leggja saman kemur það í hlut sjálfs verkalýðsins í verkalýðshreyfingunni að láta í minni pokann. „Okkur gengur bara illa að standa saman,“ segir Signý. segir ekki öðrum hvað þeir eigi að kjósa Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins, tekur undir margt af því sem Signý segir. Það er ekki sama samstaðan í SGS og er meðal iðnaðarmanna og verslunarmanna. „Ég get ekki farið á milli manna og sagt þeim hvað þeir eigi að kjósa,“ segir Kristján. „Þeir virðast gera það í hinum samböndunum. Ég segi bara hvað ég ætla að kjósa en sný ekki upp á handleggina á fólki og segi því að kjósa eins og ég. Ég reyndi að þruma yfir okkar fólki fyrir ASÍ-þingið en það er erfitt að segja öllum fulltrúunum frá 53.000 manna samtökum að gera nú allir eins.“ Kristján segir að þegar að kosningu kom hafi ekki allir fulltrúarnir frá Starfsgreinasambandinu verið í salnum og þannig hafi atkvæði glatast. Fulltrúar hinna sambandanna séu greinilega undir meiri aga. Og hann minnir á að hann hafi sjálfur fallið fyrir Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur í varaforsetaslag vegna þess að ekki mættu allir til að kjósa. „Signý verður líka að horfast í augu við það að hún er ekki allra,“ segir Kristján. „Það vildu ekki allir af okkar fólki kjósa hana. Hún kemur þrátt fyrir allt frá litlu félagi. Ekki það að full samstaða hefði trúlega ekki dugað til hvort eð er en það hefði verið styrkur fyrir okkur að geta sýnt samstöðu.“ forsetaslagur í vændum Og hvað svo? Hvenær verður næsta orrusta? Við spyrjum Signýju Jóhannesdóttur að því: „Það liggur í loftinu að það verða átök um forystuna á næsta landsfundi að ári,“ segir Signý. Þegar kosið var milli hennar og Ingibjargar R. Guðmundsdóttur núna var gefið í skyn að þetta væri síðasta árið sem Ingibjörg byði sig fram til varaforseta. Því töldu margir ósanngjarnt að skipta um varaforseta nú. Að ári kemur upp ný staða þegar finna þarf nýjan varaforseta. „Mér finnst líka liggja í loftinu að Grétar Þorsteinsson hyggist ekki halda áfram sem forseti, segir Signý. „Hann hefur ekki sjálfur sagt að hann ætli að hætta en það er samt tilfinning mín að hann verði ekki áfram,“ segir Signý. Reynist það rétt þarf að finna bæði varaforseta og forseta á næsta ári. Það hefur verið tekist á um minna í verkalýðshreyfingunni til þessa. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir segir að á næsta ári hætti hún sem formaður Landsambands íslenzkra verzlunarmanna. Það muni gerast 20. september árið 2008. Eftir það hyggst hún vinna fyrir VR. Það er sem sagt eftir tæpt ár og skömmu áður en nýr forseti ASÍ verður væntanlega kosinn. Ætlar Ingibjörg að bjóða sig fram til forseta að ári og verða fyrsta konan í forsetaembætti ASÍ? Þeirri spurningu svarar hún einfaldlega: „Eitt ár er langur tími.“ forsetaefni En ætlar Signý Jóhannesdóttir að bjóða sig fram næst? „Það veit ég ekkert um. Við erum núna að vinna að sameiningu verkalýðsfélaganna við Eyjafjörð. Við vitum ekki hvað kemur út úr þeirri vinnu en það er verkefnið núna og svo eru lausir samningar um áramót og hjá ríki og sveitarfélögum í mars svo það er í mörgu öðru að snúast en að hugsa um kjör á forystu, segir Signý en útilokar ekkert. „Það sem við vitum er að það verða miklar breytingar á forystunni. Það liggur í loftinu en hvernig þau mál fara vitum við ekkert um,“ segir Signý. Kristján Gunnarsson, formaður SGS, spáir því einnig að slagur verði um forystuna á næsta ári. „Ég veit það eitt að hvorki ég né Signý verðum forsetar. Það er alveg víst,“ segir Kristján. „Grétar Þorsteinsson er góður drengur og það veltir honum enginn en þegar hann hættir - og mig grunar að það verði á næsta ári - þá verða átök bæði um forsetann og varaforsetann. Hvernig það fer veit ég ekki. Allir sem ég hef hingað til mælt með hafa fallið. Við sjáum hvað gerist næst.“ erfiðar kjaraviðræður En hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er ekki að standa í innbyrðis baráttu og slag um áhrifastöður. Hvað með baráttuna fyrir bættum kjörum? Þar spáir Signý heitum vetri. Kjarasamningar stórs hluta launþega lausir um áramót og í mars. á t ö k i n í a s í Kristján Gunnarsson: „Við hjá sgs finnum fyrir því að okkur hefur verið hafnað. Það vilja ekki allir hafa okkur við borðið og þó erum við stærsta sambandið innan asÍ og það sem vex örast. Það getur komið að því að við verðum ekkert við borðið; kjósum bara með fótunum og göngum út.“ siGný jóhannesdóttir: „Það eru margir smákóngar, sumir ungir en þó einkum gamlir. Þeir hafa ekki allir mestan áhuga á samstöðu. Þetta er sundurleit hjörð.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.