Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
- Stjórnmálamenn sem núna eru 35(+/-)
eru ef til vill í nánari tengslum við
atvinnulífið en fyrri kynslóðir, segir reyndur
fjölmiðlamaður. Margir þeirra búa að reynslu
úr atvinnulífinu þótt ekki sé úr erfiðisvinnu.
Hvaða fólk er þetta?
En hverjir tilheyra hinni nýju kynslóð sem
nú er áberandi í fjölmiðlum?
Í ríkistjórn Geirs H. Haarde eru tveir
ráðherrar sem falla undri þessa skilgreiningu
á 35(+/-). Það eru þeir Guðlaugur Þór
Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og Björgvin
G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Síðan kemur allvænn hópur fólks
sem verið hefur áberandi í þingstörfum
og sveitarstjórnarmálum: Sigurður Kári
Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín
Júlíusdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ágúst
Ólafur Ágústsson, Bjarni Benediktsson,
Birgir Ármannsson, Róbert Marshall, Björn
Ingi Hrafnsson, Gísli Marteinn Baldursson,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Oddný
Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, og Svandís
Svavarsdóttir er með í þessum hópi hinna
nýju og veltalandi.
Upptalningin er fjarri því tæmandi og á
næstu árum eiga sjálfsagt einhverjir eftir að
hverfa úr þessum hópi áberandi einstaklinga
og aðrir á þeirra aldri að koma inn. En
kynslóðaskiptin eru að verða greinileg.
einsleitur hópur
Tveir þeirra sem Frjáls verslun hefur rætt við hafa sagt: Takið eftir
hvað þetta fólk er líkt í aðferðum sínum, alveg óháð flokkum. Bæði
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur laða að sér sams konar fólk. Og
þetta á líka við um Framsóknarflokkinn að nokkru, en miklu síður
Vinstri græn.
En það er ekki klár stéttamunur á flokkunum. Það er ef til
vill áherslumunur í málflutningi og ósamkomulag um sum mál
– eins og til dæmis Evrópumál – en fólkið er glettilega líkt og
býr að svipaðri menntun. Kemur oft úr sömu skólunum og hefur
tekið þátt í sömu ræðukeppnunum. Og hvað er svona líkt? Og þá
koma upp viss atriði. Unga fólkið í pólitíkinni á að baki markvisst
starf í stjórnmálaflokkunum, í ungliðahreyfingum og ekki síst í
prófkjörum. Það er skólað í flokksstarfinu. Þessu fylgir einnig að
hin nýja kynslóð virðist meira upptekin af hinni pólitísku aðferð
en sjálfri pólitíkinni. Unga fólkið kann að stíga pólitíska dansinn
meðan allir dansa í takt og fylgja reglunum. En ef einn refur skýst
inn á dansgólfið riðlast allur dansinn.
foringjadýrkun
Annað er tilhneiging til foringjadýrkunar.
Meðal ungra sjálfstæðismanna beindist þessi
dýrkun að Davíð Oddssyni og hann er enn sá
sem allir líta upp til. Í Samfylkingu beinist þessi
dýrkun að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
og í Framsóknarflokknum að Halldóri
Ásgrímssyni.
Vinstri græn borgarbörn eiga hins vegar
að sögn erfiðara með að líta á Steingrím J.
Sigfússon sem leiðtoga sinn. Fullyrt er að það
sama eigi við um Össur Skarphéðinsson. Þeir tilheyra liðinni
lopapeysu-stúdenta-pólitík og eru ekki eins töff nú og þeir voru á
æskuárunum.
- Margir af hinni nýju kynslóð virðast hugsa sem svo: Ég finn
mér leiðtoga og fylgi honum meðan ég er að klifra þrep af þrepi í
flokknum og get svo velt leiðtoganum þegar ég er sjálf/ur kominn
á toppinn, segir einn viðmælandi Frjálsrar verslunar.
reglur um valdabrölt
Og þá þriðja sameiginlega einkenni hinnar nýju kynslóðar: Það
er metnaðurinn. Unga fólkið er upptekið af því að vinna sig
áfram í flokknum, mynda bandalög, fara í prófkjör og reyna að
komast nokkrum sætum hærra en síðast. Eða að verða aðstoðarfólk
ráðherra, komast í borgarstjórn, komast í ráðherrastól og komast
í formannsslag. En engum hefur dottið í hug að pólitískur
frami fáist ókeypis Það verður að byrja á að sleikja frímerki á
flokksskrifstofunni og vinna sig upp úr þeirri stöðu.
k y n s l ó ð a s k i p t i í
takið eftir hvað
þetta fólk er líkt í
aðferðum sínum,
alveg óháð flokkum.
Bæði samfylking og
sjálfstæðisflokkur laða
að sér sams konar fólk.
Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson.