Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7
Nýríkir auðmenn hafa sprottið upp, gömlum sjálfstæðismönnum
til armæðu. Þjóðfélagið er gjörbreytt á tæpum tveimur áratugum
og margar þessara breytinga er hægt að rekja til aukins frelsis á
valdatíma Davíðs Oddssonar.
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst pólitísk tengsl við
framsæknustu fyrirtækin í landinu. Áður voru fyrirtækin og
flokkurinn nátengd en nú eru sjálfstæðismenn búnir að eyða
miklum kröftum síðustu árin í að berja á nýjum kapítalistum.
Það hefur leitt af sér að það myndaðist tómarúm milli fyrirtækja
og stjórnmála en nú er Samfylkingarfólkið í óðaönn að fylla þetta
tómarúm. Það eru að myndast náin tengsl milli Samfylkingar
og útrásarfyrirtækjanna. Þetta á eftir að hafa mikil áhrif á íslensk
stjórnmál á næstu árum, segir einn viðmælandi.
gerendur fremur en hugsjónamenn
Um leið er bent á að það er ört minnkandi
munur á ungu samfylkingarfólki og ungu
sjálfstæðisfólki. Í báðum flokkum eru
stjórnmálamenn sem vilja vera gerendur.
Þeir vilja koma einstökum málum fram.
Þarna er bent á ráðherrana Guðlaug Þór
Þórðarson og Björgvin G. Sigurðsson
sérstaklega. Þeir leiti uppi einstök vandamál
og reyni að leysa úr þeim. Ná árangri
svo fólk taki eftir. Guðlaugur veðjar á
lyfjaverslunina í þessu skyni, Björgvin á
neytendaverndina. Þetta einkennir nýju
kynslóðina óháð flokkum.
Um leið virðist gömul og góð
fyrirgreiðslupólitík minna áberandi. Einn
viðmælandi okkar sagði að Davíð Oddsson hefði tæmt biðstofur
fyrirgreiðslupólitíkusanna. Líka sína eigin biðstofu og hún var
þéttsetin. Þetta er þróun sem er hinni ungu kynslóð í hag svo lengi
sem það heldur.
ungur ávítar, gamall víkur
Þessi munur er meðal annars ljós af samanburði á vinnubrögðum í
anda Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Alfreðs Þorsteinssonar annars
vegar og ungliðanna hins vegar. Vilhjálmur og Alfreð af þeirri
kynslóð sem var vön að gera vinum og vandamönnum greiða; láta
einn fá bitling hér annan stöðu þar. Þetta gróf smám saman undan
trúnaði milli Vilhjálms og ungliðanna. Gamla kynslóðin fylgir
öðrum leikreglum en sú nýja.
Þarna kom líka berlega í ljós að unga fólkið í Sjálfstæðisflokknum
kunni best við málflutning Svandísar Svavarsdóttur frá Vinstri
grænum. „Gjör rétt, þol ei órétt!“ er eitt af gömlu slagorðum
sjálfstæðismanna og nú var það Svandís – þessi úr óvinaliðinu
– sem benti á að borgarstjórnarmeirihlutinn færi ekki rétt að í
Orkuveitumálinu.
Þarna kemur aftur að þessu sama atriði: Leikreglurnar skipta
hina nýju kynslóð miklu máli. Það má ekki ota sínum tota og
hygla sínum skjólstæðingum nema það sé í samræmi við reglurnar.
Svandís sagði að ekki væri farið eftir reglunum og þá fyrst tók unga
fólkið við sér.
Mikil áhrif Hannesar Hólmsteins
Um leið situr ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum undir háðsglósum
fyrir að vera bláeygt og saklaust. Og það í miklu ríkari mæli en til
dæmis samfylkingarfólkið. Og sjálfstæðisfólkið virðist líka meira
upptekið af kenningum og hugmyndum.
- Skýringin á þessu heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
segir einn viðmælenda okkar. Hannes hefur haft gríðarlega
áhrif á þessa kynslóð – ásamt Davíð Oddssyni. Í augum ungu
kynslóðarinnar er Hannes Hólmsteinn
sigurvegari í hugmyndabaráttunni milli
frjálshyggju og sósíalisma. Þetta hefur gert
unga fólkið óþarflega sjálfsöruggt.
Um leið og talað er um reynsluleysi
og sakleysi er fullyrt að hin nýja kynslóð
sé metnaðargjörn og einstaklingarnir
fylgnir sér. Það sem gildir er að berjast til
metorða. Í fljótu bragði virðist sem þessi
sjónarmið rekist á.
pólitíkin eins og hún er
Þetta þykir þó samrýmanlegt ef haft
er í huga að innan Sjálfstæðisflokksins
hefur heil kynslóð vaxið upp í skjóli
Davíðs Oddssonar. Hann sá um að berja
á andstæðingunum. Og einnig hitt að þessi kynslóð er vön því að
allir fylgi reglum í flokksstarfinu. Þar takast á hópar eða klíkur:
Gísli Marteinn er með sitt fólk úr Breiðholtinu og aðrir fylgja Birni
Bjarnasyni og svo framvegis, en allir fylgja reglunum. Starfið fyrir
flokkinn hefur oft byrjað í skóla, jafnvel í grunnskóla, en oftast í
menntaskóla.
Þessar lýsingar minna mjög á starfið í valdaflokkum í öðrum
norrænum ríkjum. Þar er að vísu oftast um sósíaldemókrata
að ræða en aðferðirnar eru þær sömu: Hópur fólks myndar
flokkskjarna; fólkið í kjarnanum kemur þar til starfa þegar á
ungaaldri; það æfir sig innanflokks í pólitískri bardagalist, það berst
í góðu um stöður á framboðslistum og um valdastöður; og er að
lokum orðið svo vel þjálfað að það getur stjórnað landinu. Og af
og til er einhver stunginn í bakið af illri nauðsyn og í bróðerni og
hverfur þá af leikvelli.
Kynslóðin 35(+/-) er ef til vill bara til merkis um að íslensk
pólitík fylgir nú loksins alþjóðlegum stöðlum um leikreglur,
starfsaðferðir og bræðravíg.
k y n s l ó ð a s k i p t i í p ó l i t í k
Við höfum fangað jólaandann í nýjar og glæsilegar umbúðir – sem við nefnum Kaffiskrín –
og bíður andinn nú eftir því að honum verði hleypt út. Í Kaffiskrín er tilvalið að setja úrval af vörum
frá Kaffitári sem munu gleðja alla kaffiunnendur.
Starfsfólk Kaffitárs mun veita frekari upplýsingar um þessa jólagjöf sælkerans í kaffihúsum/verslunum
Kaffitárs eða í síma 420 2700. www.kaffitar.is
Hleyptu
jólaandanum út
- leggur heiminn
að vörum þér
h2
h
ön
nu
n
Hvað um það? innan
viðskiptalífsins á Íslandi
er farið að ræða um
þessa kynslóð sem harða
og heimtufreka – en að
sama skapi duglega og
metnaðarfulla. sumir taka svo
djúpt í árinni að segja að hún
geri meiri kröfur til annarra
en sjálfrar sín.