Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 S týrivextir og verðbólga hafa mjög verið til umræðu undanfarið. Kári Sigurðsson, hagfræðingur hjá Barclay Global Investors í London, segir að hávaxtastefnan á Íslandi hafi ekki tilætluð áhrif og bendir á að krónan sé óðfluga að losna úr tengslum við grundvallarefnahagsþætti á Íslandi. Hann segir að háir vextir styrki að vísu krónuna og þannig slái hátt gengi á verðbólguna. Kári segir ennfremur að það bæti ekki úr skák að Seðlabankinn vilji ekki horfast í augu við þá staðreynd að forsendur stýrivaxtahækkana séu ekki til staðar á Íslandi nema að takmörkuðu leyti. Þar að auki vilji ríkisstjórnin ekki taka þátt í aðhaldsaðgerðum. Umræðuefni okkar Kára er stýrivextir Seðlabankans og verðbólga. Þetta hefur verið eitt af málum málanna um tíma á Íslandi. Íslenskir stýrivextir eru langt yfir því sem gerist í nágrannalöndunum. Og þrátt fyrir hina háa vexti ríkir þensla með tilheyrandi verðbólgu á Íslandi. Þess vegna er það eðlileg spurning hvort þetta helsta stjórntæki Seðlabankans, stýrivextirnir, slái á verðbólgu og hvort Seðlabankinn sé jafnvel kominn í sjálfheldu hárra vaxta. Þrátt fyrir dagssveiflur á hlutabréfamarkaðnum hefur ríkt góðæri undanfarin missera og krónan verið sterk. Háir vextir slá aðallega á verðbólgu í gegnum hátt gengi Verðbólgan undanfarin ár hefur verið yfir fjórum prósentum þrátt fyrir háa vexti. Nú hafa þeir enn hækkað. En hvað segir Kári um hávaxtastefnu Seðlabankans? „Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr verðbólgunni og það er alveg samkvæmt öllum kennslubókum því með hærri vöxtum eiga allir minna aflögu. Þar með dregur úr neyslu heimilanna og fyrirtækin draga úr fjárfestingum svo eftirspurn minnkar og þar með dregur úr þenslunni og verðbólgunni. Þarna er ráðist á það sem er kallað eftirspurnar- braut en á Íslandi virðist þetta virka síður – og þá er spurningin af hverju. Það eru, held ég, nokkrar séríslenskar aðstæður sem gera það að verkum að stýrivaxtahækkanir á Íslandi hafa ekki tilætluð áhrif. Fyrirtækin finna mörg hver ekki fyrir stýrivaxtahækkun þar sem tæplega tveir þriðju lána íslenskra fyrirtækja eru í erlendri mynt. Mikill meirihluti íslenskra húsnæðislána eru með fasta vexti til margra ára sem hefur í för með sér að húseigendur finna ekki fyrir vaxtahækkun meðan lán þeirra standa. Þrjátíu prósent nýrra húsnæðislána eru í erlendri mynt og alls eru átján prósent húsnæðislána nú í erlendri mynt. Þessi hópur er þá líka ósnortinn af hærri vöxtum í íslenskum krónum. Samkvæmt óformlegum heimildum eru nærri öll bílalán í erlendri mynt svo þeir sem skulda í bílunum sínum finna ekki fyrir vaxtahækkun Seðlabankans. Það sem maður heyrir svo á skotspónum er að íslenskir neytendur séu frægir fyrir óþreyju og virðist ekki kippa sér upp við að borga tuttugu prósent í yfirdráttarvexti til að geta keypt sér það sem þeir vilja hér og nú frekar en bíða eftir að eiga fyrir kaupunum. kári sigurðsson, hagfræðingur hjá Barclays Global investors í London, segir að hávaxtastefnan hafi ekki tilætluð áhrif – og að Íslendingar verði að sætta sig við háa verðbólgu á uppgangstímum. k á r i s i g u r ð s s o n í l o n d o n texti: sigrún davíðsdóttir seðlabanki í sjálfHeldu? fyrirtækin finna mörg hver ekki fyrir stýrivaxtahækkun þar sem tæplega tveir þriðju lána íslenskra fyrirtækja eru í erlendri mynt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.