Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 58

Frjáls verslun - 01.09.2007, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 útráSin dögg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands, rannsakaði í meistaraverk- efni sínu íslenska stjórnunarstílinn í útrásarfyrirtækjum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að íslenskir stjórn- endur væru vinalegir, þeir ynnu eftir láréttu skipulagi, ákvarðanataka þeirra væri hröð, stéttleysi ríkti innan fyrirtækjanna og „reddaragenið“ væri enn við lýði. Einnig væru óformleg samskipti manna á milli óháð stöðu innan skipuritsins og stjórnendur í „toppstöðum“ væru yngri en almennt gengur og gerist í nágrannalöndunum. Íslensk útrásarfyrirtæki hafa verið mikið í umræðunni og vakið athygli síðustu misserin. Bent hefur verið á að árangur stjórnenda þeirra sé mikill og að þeir hafi mögulega sérstöðu meðal stjórnenda í nágrannalöndunum. Vangaveltur hafa meðal annars verið um hvort til sé séríslenskur stjórnunarstíll. Hér á eftir fara helstu niðurstöður úr rannsókn byggðri á viðtölum við níu stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja í útrás. Vingjarnlegir og hlusta á starfsfólk sitt Stjórnendurnir sem rætt var við lýstu sjálfum sér meðal annars sem vingjarnlegum, góðum hlustendum, traustsins verðum og aðgengilegum fyrir starfsmenn. Þeir standa þó ekki og anda ofan í hálsmálið á starfsmönnum sínum, virðast vera góðar fyrirmyndir, hafa þor til að ráða sér hæfara fólk og treysta starfsmönnum sínum. Einn komst svo að orði: „Ég tel jákvæðni, kraft og metnað vera mína kosti og ég vil vinna í kringum fólk sem er virt fyrir það að vera heiðarlegt og koma hreint fram.“ Annar hefur að eigin sögn skrifstofuna sína ávallt opna, er vingjarnlegur, hlustar á starfsmenn og er þeim innan handar. ...við erum kannski frekar í því að senda sms Íslendingar eru aldir upp í stéttlausu samfélagi þar sem samskipti manna á milli eru óformleg. „Þú mátt ekki tala við hvern sem er í Bretlandi. Við erum óvön því. Á Íslandi máttu tala við hvern sem er. Það er sömuleiðis miklu meiri skriffinnska í Bretlandi.“ Annar sagði: „Við erum kannski frekar í því að senda sms heldur en minnismiða.“ Viðmælendur sögðust einnig finna fyrir því að það væri meiri stéttaskipting innan fyrirtækja erlendis og að yfirmenn þar tali meira niður til undirmanna sinna. Starfsmenn og stjórnendur þar eru einnig viðkvæmari fyrir titlum og því að fara rétta leið innan skipuritsins. ... það er komin rigning og þú fórst ekki í sólbað Skjót ákvarðanataka er eitt af því sem viðmælendur telja einkenna íslenska stjórnendur: „Ég tek allar ákvarðanir strax,“ sagð einn. Annar sagði: „Tefjið ekki verkefni út af ákvarðanatöku. Ákvörðun verður ekki betri með því að taka hana þremur dögum síðar.“ Hann bætti við að á Íslandi væru ákvarðanir teknar fljótt og treyst á hyggjuvitið. „Við Íslendingar erum aldir upp við að veðrið geti breyst snögglega og því þurfi að drífa í hlutunum. Ef þú gerir þetta ekki strax þá gætir þú misst af því. Það er komin rigning og þú sem fórst ekki í sólbað þegar sólin skein.“ Sumir segja það algengt hjá stjórnendum íslenskra fyrirtækja að „nei“ sé ekki tekið sem svar og að lagt sé af stað með „þetta reddast, elskan mín“ í huga og svo sé ef til vill fundið út síðar hvernig málin skulu leyst. Einn viðmælenda sagði að „þetta reddast“ kúltúrinn gerði það að verkum að Íslendingar væru óskipulagðir. Lagt væri af stað án þess að undirbúa hlutina og þegar eitthvað kæmi upp á væri viðkvæðið bara „þetta reddast einhvern veginn“ – menn myndu finna eitthvað út úr þessu og leysa málið. DöGG GUNNARSDóTTIR: ÍSlenSki STjórnunarSTÍllinn Dögg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands, rannsakaði íslenska stjórnunarstílinn og komst að því að íslenskir stjórnendur eru umbreytingaleiðtogar, þeir dreifa verkefnum og ákvarðanataka þeirra er hröð. „Reddaragenið“ er enn við lýði. TexTi: dögg gunnarSdóttir • Mynd: geir ólafSSon

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.