Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 59

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 59
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 59 ... of ungir til að leggja árar á bát Íslenskir stjórnendur hafa fært út kvíarnar svo um munar og ekki má gleyma að sumt er hægt að gera enn betur. „Við getum bætt okkur í samskiptum og ég held að íslenskir stjórnendur séu ekkert vanir því að stjórna stórum alþjóðlegum fyrirtækjum.“ Ein af ástæðunum fyrir velgengni íslenskra fjármálafyrirtækja í útrás gæti verið hve ungir bankastjórarnir á Íslandi eru. Einn viðmælendanna vildi meina að yngri stjórnendur séu tilbúnir til þess að „hlaupa svolítið hratt og hafa breiðari þekkingu á markaðnum akkúrat eins og hann er á þeim tíma heldur en mikið eldri stjórnendur“. Það kom einnig í ljós að stjórnendurnir sem rætt var við byrjuðu allir að vinna ungir að árum líkt og hefur verið með flesta Íslendinga. En sérstaða þeirra er ef til vill hve snemma þeir voru gerðir að stjórnendum, meðal annars sem fyrirliðar, þjálfarar, flokkstjórar og framkvæmdastjórar. Þannig má álykta að þeir hafi fengið dýrmæta reynslu snemma á ævinni sem hefur jafnvel leitt þá þangað sem þeir eru í dag. „Stjórnendur erlendis eru flestir að fá sína titla um fimmtugt og hafa þá jafnvel ekki þor til að ráðast í miklar breytingar þar sem stutt er í eftirlaunaaldur. En við erum alltof ungir til þess að leggja árar í bát.“ Ekki verður fullyrt hvort stjórnunarstíll viðmælenda sé dæmi um séríslenska stjórnunaraðferð. Án vafa komu þó fram einkenni sem samkvæmt rannsókninni þekkjast ekki í þeim löndum sem viðmælendur starfa eða hafa starfað í. Því má draga þá ályktun að niðurstöður rannsóknarinnar renni stoðum undir það að Íslendingar stjórni fyrirtækjum sínum á annan hátt en tíðkast erlendis. En svo virðist sem sá stjórnunarstíll beri góðan ávöxt ef marka má gengi íslenskra útrásarfyrirtækja hingað til. ein af ástæðunum fyrir velgengni íslenskra fjármálafyrirtækja í útrás gæti verið hve ungir bankastjórarnir á Íslandi eru. Íslenskir stjórnendur eru óformlegir og hafa þor til að ráða sér hæfara fólk og treysta starfsmönnum sínum. Þeir eru umbreytingaleiðtogar. Dögg Gunnarsdóttir greinarhöfundur rannsakaði íslenska stjórnunarstílinn í útrásarfyrirtækjunum í meistaraverkefni sínu við Háskóla Íslands. Íslenskur stjórnunarstíll í útrásarfyrirtækjum Stéttleysi Reddaragenið Áhrif menningar Óformleg samskipti Ungur aldur stjórnenda Lárétt skipulag Íslenskir stjórnendur Vingjarnlegir Traustsins verðir Fyrirmyndir Góðir hlustendur Aðgengilegir Ráða sér hæfara fólk

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.