Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 68

Frjáls verslun - 01.09.2007, Side 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Profilm gaf út í sumar DVD diskinn Iceland´s favourite places sem er einstaklega notendavænn og skemmtilegur. „Við bjuggum til diskinn frá grunni,“ segir Auður Jónsdóttir markaðsstjóri. „Allt myndefnið er sérstaklega tekið fyrir diskinn af Jóhanni Sigfússyni og Kristni H. Þorsteinssyni og Sigtryggur Baldursson semur tónlistina ásamt Ben Frost. Diskurinn er draumaferðafélaginn. Á honum eru fróðleiksmolar um menningu landsins, landfræði og sögu. Í framtíðinni hyggjumst við setja upp vefsíðu í tengslum við diskinn og uppfæra hann með forvitnilegum, nýjum stöðum. Iceland´s favourite places er á 7 tungumálum og því mjög skemmtileg gjöf til vina og viðskiptafélaga erlendis. Íslensk fyrirtæki í viðskiptum erlendis hafa keypt hann til þess að vera með fallega, hágæða landkynningu í farteskinu.“ Framleiða fyrir Discovery World Wide HD Framkvæmdastjóri Profilm, Anna Dís Ólafsdóttir, segir að fyrirtækið sé að vinna að mörgum vönduðum og áhugaverðum verkefnum: „Við höfum gert heimildarmyndir og sjónvarpsefni, en fyrirferðarmest undanfarið ár var vinna okkar fyrir fræðsluvef Orkuveitu Reykjavíkur (www.or.is). Þetta er samstarfsverkefni Orkuveitunnar, IMG og Profilm. Hugmyndavinnan kom öll frá Profilm. Í þessum mánuði hefjum við vinnu við diskinn Barein´s favourite places og næsta sumar tökum við Danmörku á sama máta. Einnig er framundan vinna við 6 þátta seríu með Discovery Channel sem verður tekin upp í Laos þar sem stendur til að byggja næststærstu stíflu í heimi og 450 ferkílómetrar af frumskógi fara undir vatn. Þá þarf að flytja um 8000 frumbyggja og 300 villta fíla yfir í annan skóg. Noah´s Ark er vinnutitillinn og verkefnið vinnum við fyrir Discovery World Wide HD. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki framleiðir verkefni fyrir Discovery World Wide HD stöðina.“ Frumkvöðlar á heimsmælikvarða Profilm ,,Iceland´s favourite places er á 7 tungumálum og því mjög skemmtileg gjöf til vina og viðskiptafélaga erlendis. Íslensk fyrirtæki í viðskiptum erlendis hafa keypt hann til þess að vera með fallega, hágæða landkynningu í farteskinu.“ Jóhann Sigfússon leikstjóri/kvikmyndatökumaður, Anna Dís Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, Kristinn H. Þorsteinsson kvikmyndatökumaður og Auður Jónsdóttir markaðsstjóri. Skútuvogur 1G | 104 Reykjavík | Sími: 517 4070 | www.profilm.is | panta @profilm.is | Fæst á sölustöðum um land allt Skoðaðu myndbrot af DVD disknum á www.profilm.is Nýtt myndefni sem kvikmyndað er á hágæða stafrænu formi (high-definition). 145 mínútur af kvikmyndaefni eftir þínu eigin vali. Tónlistin er sérsamin af Sigtryggi Baldurssyni og Ben Frost. Hægt er að spila DVD diskinn hvar sem er í heiminum. Vandaður og aðgengilegur DVD diskur með nýjum kvikmyndum af yfir 100 íslenskum eftirlætisstöðum af öllu landinu. DVD diskurinn er talsettur á 7 tungumálum sem lýsa náttúrufari, menningu og sögu á hverjum stað fyrir sig. Disknum er skipt upp í sex landshluta með fjölda staðarvala innan hvers landshluta. Íslenska Enska Franska Þýska Danska Japanska Kínverska Tilvalin gjöf til vina og viðskiptaaðila um allan heim! Talsett á 7 tungumálum K YN N IN G

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.