Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.09.2007, Qupperneq 83
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 83 Albert Þór Magnússon. „Það sem mér finnst mest spennandi við frjálsar íþróttir er að maður er algjörlega á eigin forsendum. Sigur og tap er undir mér sjálfum komið enda er þetta einstaklingsíþrótt í húð og hár.“ Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, byrjaði að stunda frjálsar íþróttir þegar hann var 11 ára og þá varð ekki aftur snúið. Hann þjálfaði meðal annars um tíma hjá frjálsíþróttadeild ÍR. „Það sem mér finnst mest spennandi við frjálsar íþróttir er að maður er algjörlega á eigin forsendum. Sigur og tap er undir mér sjálfum komið enda er þetta einstaklingsíþrótt í húð og hár.“ Albert Þór bendir á að íþróttin móti einstaklinginn, að hann hafi orðið sjálfstæðari í hugsun auk þess sem íþróttin hafi hjálpað honum að móta sjálfstæða ímynd á sjálfum sér. „Frjálsar íþróttir hafa skapað stóran hluta af því sem ég er.“ Albert Þór stundar líkamsrækt fjórum sinnum í viku og hluti af því er að skokka. ,,Það er mjög gaman að fara út og tæma hugann. Mér finnst sérlega gaman að skokka í rigningu þegar allt er svo ferskt.“ Frjálsar íþróttir: Varð sjálfstæðari í hugsun Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone, stundaði á sínum tíma nám í alþjóðaviðskiptum í Danmörku. Hún bjó þá á stúdentagarði í Kaupmannahöfn og segir að hún hafi þurft að finna sér eitthvað til dundurs þegar skólabókunum sleppti. „Íslensk hjón bjuggu í næsta húsi og þau kenndu mér bridge. Þetta er kúnst. Þetta er sport sem maður verður aldrei fullnuma í. Þessu fylgir heilaleikfimi, miklir útreikningar og kænska. Ég finn sífellt nýjar hliðar í spilinu,“ segir Hrund og bætir við að hún fái tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk í gegnum spilamennskuna. Eiginmaðurinn er oftast makkerinn og eru þau í bridgeklúbb ásamt þremur öðrum pörum sem eru vinir frá Kaupmannahafnarárunum. „Þegar við hittumst, sem er ekki nógu oft, borðum við saman kvöldmat og spilum fram á rauða nótt.“ Bridge: Útreikningar og kænska Hrund Rudolfsdóttir. „Þetta er kúnst. Sport sem maður verður aldrei fullnuma í. Þessu fylgir heilaleikfimi, miklir útreikningar og kænska. Ég finn sífellt nýjar hliðar í spilinu.“ Æskumyndin Æskumyndin er af Guðnýju Rósu Þorvarðardóttur, framkvæmdastjóra Parlogis, og tveimur bræðrum hennar. Guðný Rósa var fimm ára þegar myndin var tekin. „Ég og bræður mínir tveir vorum send á ljósmyndastofu í jólafötunum og mér fannst mikilvægt að líta vel út við það tækifæri. Ég dundaði mér því við að snyrta sjálf á mér hártoppinn á meðan foreldrarnir voru að sinna bræðrunum. Útkoman var ekki alveg í takt við væntingar enda gripið inn í áður en ég náði að klára klippinguna. Í minningunni er skemmtilegasta tímabil uppvaxtaráranna hins vegar aðeins síðar eða um 10 ára aldurinn þegar ég bjó í Hlíðahverfinu. Margir hressir krakkar bjuggu í götunni og toppurinn var að fá að vera úti fram eftir kvöldi í bófaleikjum og brennó.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.