Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 9

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 9
Fyrst þetta... 10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Það var margmenni á afmælis- hátíð viðskiptafræðideildar og hagfræðideildar Háskóla Íslands 14. nóvember síðastliðinn. Haldið var upp á það að sjötíu ár eru liðin frá upphafi kennslu í viðskiptafræði og hagfræði á Íslandi, en hún hófst árið 1938. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lýst var kjöri þriggja heið- ursdoktora við deildina; þeirra Harðar Sigurgestssonar, Þóris Einarssonar og Steen Lund Thomsen. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskipta- fræðideildar, og Gylfi Zoëga, forseti hagfræðideildar, fluttu ávörp. Eftir það flutti Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskipta- fræðideild, annál um sögu við- skiptafræða- og hagfræðideilda á Íslandi. Á milli atriða söng Gissur Páll Gissurarson tenór lög eftir Gylfa Þ. Gíslason en Gylfi var próf- essor við háskólann í áratugi og einn af upphafsmönnum kennslu við deildina. Jónas Ingimundarson lék undir hjá Gissuri. Hörður Sigurgestsson Hörður Sigurgestsson var um árabil forstjóri Eimskips og einn áhrifamesti maður viðskiptalífs- ins. Í ræðu sinni um Hörð sagði Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptadeildar, að Hörður hefði kynnt á vinnustöðum sínum nýj- ungar í stjórnun sem áttu eftir að hafa víðtæk áhrif í íslensku atvinnulífi. „Segja má að hann hafi verið einn fyrsti atvinnu- stjórnandinn á Íslandi.“ Þá nefndi Ingjaldur að Hörður hefði lengi átt samleið með Háskóla Íslands. Á námsárum sínum sat hann í stúdentaráði og var framkvæmdastjóri þess. Á áttunda áratugnum hefði hann verið prófdómari við viðskipta- deildina, setið í háskólaráði um árabil og gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir háskólann. Þórir Einarsson Þórir Einarsson var prófessor í stjórnun við Háskóla Íslands í meira en tvo áratugi áður en hann varð ríkissáttasemj- ari. Í ræðu sinni um Þóri sagði Ingjaldur: „Þórir var prófessor frá 1974 til 1995 með kennslu og umsjón í stjórnun og skyldum greinum eins og opinberri stjórn- sýslu, stjórnun starfsmanna- mála, þjónustustjórnun, samn- ingatækni og framtaksfræði (nú frumkvöðlafræði).“ Þá sagði Ingjaldur frá rit- störfum Þóris en hann skrifaði kennslubækur í stjórnun og var meðhöfundur að viðskipta- orðabókum, ensk-íslenskri og íslensk-enskri. „Þórir Einarsson gegndi lykil- hlutverki við uppbyggingu náms í stjórnun og skyldum greinum í Háskóla Íslands á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. Viðskiptafræðideildinni finnst mikill fengur að því að heiðra einstakling sem hefur átt svo stóran þátt í að byggja upp kennslu í viðskiptafræði á Íslandi.“ Viðskiptadeildin 70 ára: Þrír heiðursdoktorar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Þórir Einarsson heiðursdoktor, Steen Lund-Thomsen, heiðursdoktor, Hörður Sigurgestsson, heiðursdoktor, og Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptafræðideildar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.