Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 9

Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 9
Fyrst þetta... 10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Það var margmenni á afmælis- hátíð viðskiptafræðideildar og hagfræðideildar Háskóla Íslands 14. nóvember síðastliðinn. Haldið var upp á það að sjötíu ár eru liðin frá upphafi kennslu í viðskiptafræði og hagfræði á Íslandi, en hún hófst árið 1938. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lýst var kjöri þriggja heið- ursdoktora við deildina; þeirra Harðar Sigurgestssonar, Þóris Einarssonar og Steen Lund Thomsen. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskipta- fræðideildar, og Gylfi Zoëga, forseti hagfræðideildar, fluttu ávörp. Eftir það flutti Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskipta- fræðideild, annál um sögu við- skiptafræða- og hagfræðideilda á Íslandi. Á milli atriða söng Gissur Páll Gissurarson tenór lög eftir Gylfa Þ. Gíslason en Gylfi var próf- essor við háskólann í áratugi og einn af upphafsmönnum kennslu við deildina. Jónas Ingimundarson lék undir hjá Gissuri. Hörður Sigurgestsson Hörður Sigurgestsson var um árabil forstjóri Eimskips og einn áhrifamesti maður viðskiptalífs- ins. Í ræðu sinni um Hörð sagði Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptadeildar, að Hörður hefði kynnt á vinnustöðum sínum nýj- ungar í stjórnun sem áttu eftir að hafa víðtæk áhrif í íslensku atvinnulífi. „Segja má að hann hafi verið einn fyrsti atvinnu- stjórnandinn á Íslandi.“ Þá nefndi Ingjaldur að Hörður hefði lengi átt samleið með Háskóla Íslands. Á námsárum sínum sat hann í stúdentaráði og var framkvæmdastjóri þess. Á áttunda áratugnum hefði hann verið prófdómari við viðskipta- deildina, setið í háskólaráði um árabil og gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir háskólann. Þórir Einarsson Þórir Einarsson var prófessor í stjórnun við Háskóla Íslands í meira en tvo áratugi áður en hann varð ríkissáttasemj- ari. Í ræðu sinni um Þóri sagði Ingjaldur: „Þórir var prófessor frá 1974 til 1995 með kennslu og umsjón í stjórnun og skyldum greinum eins og opinberri stjórn- sýslu, stjórnun starfsmanna- mála, þjónustustjórnun, samn- ingatækni og framtaksfræði (nú frumkvöðlafræði).“ Þá sagði Ingjaldur frá rit- störfum Þóris en hann skrifaði kennslubækur í stjórnun og var meðhöfundur að viðskipta- orðabókum, ensk-íslenskri og íslensk-enskri. „Þórir Einarsson gegndi lykil- hlutverki við uppbyggingu náms í stjórnun og skyldum greinum í Háskóla Íslands á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar. Viðskiptafræðideildinni finnst mikill fengur að því að heiðra einstakling sem hefur átt svo stóran þátt í að byggja upp kennslu í viðskiptafræði á Íslandi.“ Viðskiptadeildin 70 ára: Þrír heiðursdoktorar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Þórir Einarsson heiðursdoktor, Steen Lund-Thomsen, heiðursdoktor, Hörður Sigurgestsson, heiðursdoktor, og Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptafræðideildar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.