Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 12

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 12
Fyrst þetta... F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 13 w www.bgt.is VIÐ ÞRÍFUM – ÞÚ VINNUR Heildarlausnir í ræstingum og hreingerningum fyrir fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Markaðsverðlaun ÍMARK 2008 voru veitt í hádeginu 5. nóvember í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin en þetta var í 18. sinn sem verðlaunin voru veitt. Össur var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2008 en auk þess voru Síminn og Vodafone til- nefnd til verðlaunanna. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, var valinn Markaðsmaður ársins 2008. Það er ekkert krepputal hjá ZO-ON. Fyrirtækið opnaði á dögunum nýja sérverslun ZO-ON ICELAND í Kringlunni. Verslunin sérhæfir sig í útivistar- og íþróttafatnaði. Fyrirtækið hefur framleitt útivistarfatnað fyrir íslenskar aðstæður í rúman áratug. „Með eigin verslun getum við þjónað okkar viðskiptavinum enn betur,“ segir Jón Erlendsson framkvæmdastjóri. Vörur ZO-ON ICLAND eru hannaðar til að standast íslensk veðurskilyrði og hafa selst vel heima sem heiman. Nú er sjónum í ríkari mæli beint að innlendum markaði. Opnun sérverslunar í Kringlunni er hluti af þeirri stefnumótun. Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri Össurar, hampar hér verðlaunum. ÍMARK valdi fyrirtækið sem Markaðsfyrirtæki ársins 2008. Össur markaðsfyrirtæki ársins - Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, markaðsmaður ársins Elísabet Sveinsdóttir, formaður ÍMARK, Edda Heiðrún Geirsdóttir, markaðsstjóri Össurar, Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Petrea Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans, Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone, og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Kaupmaður í Kringlunni. Jón Erlendsson er framkvæmdastjóri ZO-ON. ný verslun ZO-On

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.