Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 18

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 18
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 19 það ekki hægt. Seðlabankinn segir nei við þá. Þið eruð læstir inni. Prófið seinna. Kannski er hægt að hringja í eigendur Krónubréfanna og semja við þá? Við segjum bara við þá: Verið áfram á landinu góða og fjárfestið. En hvaða erlendur fjárfestir vill vera áfram á Íslandi ef það eru gjaldeyris- höft í gangi og hann gæti hugsanlega verið fastur inni í einhverju landi? Erlendir fjárfestar hafa fílsminni – þeir gleyma seint. Hann hugsar um vaxtamuninn Þegar okkar maður, skattborgarinn, horfir á Krónubréfin og hvaða áhrif „útrás þeirra“ gæti haft á gengi krónunnar, spyr hann sig að því hvernig þessi blessuðu Krónubréf komu til. Jú, hann minnist þess að Íslendingar gerðu út á háa vexti á Íslandi. Með því að hafa ofurháa stýrivexti á Íslandi gerðu menn út á vaxtamuninn. Þess vegna voru erlendir fjárfestar svo æstir í ofurháa vexti á Íslandi. En nú vilja þeir heim aftur. Gamanið er búið. Hann minnist þess að það voru margir búnir að vara við þessum vaxtamun og margir gagnrýndu Seðlabanka Íslands fyrir að gera út á hann. Erlendur gjaldeyrir kom inn í landið, styrkti þannig krónuna og hélt verðbólgunni niðri – en það var einhverju sinni helsta markmið Seðlbankans.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.