Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 19

Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 19
20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn Hann á ríkisbanka Skattborgarinn er farinn að skilja að hann er hinn nýi milljarðamær- ingur því svo margir milljarðar bíða hans – þótt það heiti víst í fjöl- miðlum „byrði og fjármögnunarþörf ríkissjóðs“. Fjárlagahallinn, nýju bankarnir, Icesave, IMF-lánið og hvað þetta allt heitir. Bara að nefna það. En fátt er svo með öllu illt. Skattborgarinn er farinn að finna til sín; ríkissjóður hefur nefnilega gefið út „aðgerðaáætlun til bjargar fyrirtækjum“. Ríkissjóður á eftir að eignast fullt af fyrirtækjum ef að líkum lætur og það verða stórfelld ríkisafskipti í atvinnulífinu. Aðgerðaáætlunin gengur út á að nýju bankarnir geti breytt skuldum lífvænlegra fyrirtækja við þá í hlutafé ríkisins. Áætlunin gengur líka út á að ríkið stofni endurreisnarsjóð atvinnulífsins með þátttöku líf- eyrissjóða og fjárfesti í fyrirtækjum sem m.a. „lúta að góðum stjórn- unarháttum og samfélagslegri ábyrgð“. Þá er opnað á langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Okkar maður finnur núna talsvert til sín; hinn venjulegi kapítalismi er hruninn og ríkiskapítalisminn er tekinn við. Það verður fjör þegar skipað verður í stjórnir allra ríkisfyrirtækjanna á næstu mánuðum og allir flokkar vilja koma sínum mönnum að. Hann horfir á verðtrygginguna Okkar maður, skattborgarinn, horfir talsvert á verðtrygginguna og finnst hún tímaskekkja við núverandi aðstæður. Hann er milljarða- mæringur að mati stjórnvalda, en hann veit sjálfur úr heimilisbókhald- inu að hann er með verðtryggð fasteignalán og eitthvað af myntkörfu- lánum vegna bílakaupa. Hann hefur líka heyrt að ýmsir jafnaldrar hans séu með erlend myntkörfulán vegna fasteignakaupa. Hann tekur eftir því að það eru einhverjir pótintátar að skrifa um að afnema verðtrygginguna með neyðarlögum í eitt ár, þ.e. festa vísitöl- una í eitt ár án þess að rifta núgildandi samningum. Þetta gæti orðið til þess að fyrirsjáanleg hækkun skulda hans, sem nægar eru fyrir, lendi ekki á honum og geri hann endanlega gjaldþrota. Hann hugsar með sér; þurfa lífeyrissjóðir og bankar ekki hvort sem er að afskrifa lán hans, fari hann á höfuðið? Honum finnst það blasa við og því hafi þeir í sjálfu sér engu að tapa – en afnám verðtryggingar táknar að lánveitendur eru að afskrifa hluta af sínum lánum. Hann fær svar við verðtryggingunni Okkar manni er sagt að sé ekki hægt að afnema verðtrygginguna, festa vísitöluna tímabundið í eitt ár, vegna þess að ríkissjóður þurfi að taka lán fyrir hallarekstri ríkissjóðs og endurfjármögnun bankanna og geti örugglega ekki leitað út á markaðinn með skuldabréf sín nema bjóða verðtryggingu og 5% raunvexti. Það er nefnilega það. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar, eins og maðurinn sagði! Áður hafa stjórnmálamennirnir sagt honum að ekki væri hægt að afnema verðtryggingu því það myndi koma illa við lífeyrissjóði, sparifjáreigendur og lánveitendur í landinu. Breytti þar engu um þótt þjóðin væri í miðri kreppu. Hann sér lága ávöxtunarkröfu úti Þetta með verðtrygginguna og hin fyrirsjáanlegu útgefnu ríkisskulda- bréf. Okkar maður les það í blöðunum að í kjölfar bankahrunsins í heiminum hafi ávöxtunarkrafa fjárfesta aldrei verið lægri. Hann sér að í Bandaríkjunum er ávöxtunarkrafa á 10 ára bandarísk skuldabréf undir 1% og hefur ekki verið lægri síðan 1962 þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hóf að safna gögnum um slíkt. Það gat verið; engin verðtrygging í Bandaríkjunum og vextirnir undir 1% á 10 ára ríkisskuldabréfum. En ekki á Íslandi. Áfram verð- trygging og háir vextir sem kæfa allt atvinnulíf og heimilislíf. Ekki síst vegna lífeyrissjóðanna. Lífeyrisréttindi mega ekki skerðast frekar en orðið er eftir fall bankanna. Okkar maður hugsar sem svo; því miður er langt þangað til ég fer á eftirlaun, er ekki hægt að hugsa þetta þannig að ég sé að fá fyrirfram greiddan lífeyri á örlagastundu með afnámi verðtryggingarinnar? Hann hugsar sem svo: Það eru auðvitað ekkert nema snillingar sem stugga ekki við sparifjáreigendum, lífeyrissjóðum og öðrum lánveit- endum í miðri heimskreppu og sækjast eftir að hafa sem hæstan fjár- mögnunarkostnað þegar aðrar þjóðir lækka fjármögnunarkostnað sinn til að hleypa lífi í fyrirtæki. Það eru heldur ekkert nema snillingar í röðum sparifjáreigenda sem vilja halda hárri ávöxtunarkröfu í kreppu þegar allt atvinnulíf er að lamast og þúsundir fjölskyldna að missa heimili sín og geta ekki greitt sparifjáreigendum til baka þegar upp verður staðið. Hann hugsar með sér; snillingarnir búa á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.