Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 26

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 26
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 27 e r frelsið í samningnum Evrópska efnahagssvæðið – EES – orsök þess að íslensku bankarnir urðu að mikilli fjármála- bólu sem síðan sprakk í andlitið á þjóðinni? Frjálst flæði fjármagns er ein af undirstöðureglum EES-samningsins. Og fjármagnið flaut óhindrað; ungir menn fengu gamla og stönduga banka í hendur. Það tók sex ár að keyra allt í klessu. Okkar menn misstu stjórn á sér í aðhaldsleysinu. En það eru fleiri sem hafa notið þessa sama frelsis innan EES. Hvað með Norð- menn? Þeir eru í sömu aðstöðu, með sömu reglur í stórum dráttum og eigin gjaldmiðil eins og Íslendingar. Og bæði löndin bjuggu við allstönduga ríkissjóði. Þetta má raunar heimfæra upp á enn fleiri þjóðir Evrópu þótt þær séu innan ESB og sumar noti evru, aðrar eigin gjaldmiðla. Allar þessar þjóðir hafa aðgang að sama innri markaði og leika þar eftir sömu reglum. Af hverju hafa bankarnir í öðrum löndum á evrópska efnahags- svæðinu ekki farið sömu leið og þeir íslensku? Vaxið með ógnarhraða í nokkur ár og svo hrunið niður á fáum dögum? Þrír hagspekingar En hugum sérstaklega að Íslandi og Noregi. Frjáls verzlun hefur leitað til þriggja norskra sérfræðinga með þessa spurningu: Úr því að regluverkið er hið sama, af hverju hafa örlög norsku bankanna ekki orðið þau sömu og hinna íslensku? Þessi þrír sérfræðingar hafa allir skrifað um örlög íslensku bank- anna. Bankahrunið er mikið rannsóknarefni. Og fyrir Norðmenn eru þetta sérstaklega spennandi vegna þess að þrátt fyrir ólíka stöðu er margt líkt. Þessir þrír menn eru: • Kjetil Storesletten, prófessor í hagfræði við Óslóarháskóla. Hann hefur skrifað ítarlega um fall íslensku bankanna í norsk blöð. • Thore Johnsen, prófessor í hagfræði við Verslunarháskólann í Björgvin. Hann olli reiði sumarið 2005 með því að vara norska fjár- málaeftirlitið við íslensku bönkunum. • Espen Henriksen hjá hagfræðistofnun Óslóarháskóla. Hann hefur skrifað um stöðuna á Íslandi og farið í kynnisferð til Íslands eftir fall bankanna. ees í aukahlutverki Allir þrír eru hagspekingarnir á einu máli um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið og frelsið sem honum fylgi sé aukaatriði þegar kemur að skýringum á miklum vexti og falli íslensku bankana. Kjetil Storesletten prófessor segir að EES-samningurinn feli vissulega í sér meira frelsi til fjármagnsflutninga en áður. Hann opnar meðal annars fyrir meiri alþjóðlegri starfsemi bankanna. Hins vegar sé ekki hægt að rekja þróun bankanna á Íslandi síðustu sex árin til EES-samningsins. Samningurinn gefur ný tækifæri en þýðir ekki að allt þurfi að fara úr böndunum ef ungir og framgjarnir menn eignast banka og gerast bankastjórar. „Ábyrgðin á að hafa hemil á bönkunum er hjá seðlabanka hvers lands og hjá fjármálaeftirliti,“ segir Kjetil Storesletten. „Það er hjá þessum tveimur stofnunum í sameiningu sem ábyrgðin liggur ef starfsemi bankanna fer úr böndum.“ texti: gísli kristjánsson • MyNdir: ýmsir Thore Johnsen, prófessor í hagfræði við Verslunarháskólann í Björgvin.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.