Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 28
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 29
Hann leggur áherslu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið
sé ekki orsök þess sem gerðist á Íslandi. Hrun íslensku bankanna skýr-
ist að hans mati af því sem gert var og ekki var gert heima á Íslandi.
„Það þýðir lítið að benda á viðbrögð Seðlabankans á Íslandi og
stjórnvalda í sjálfu bankahruninu eða viðbrögð breskra stjórnvalda,“
segir Henriksen. „Bankarnir voru komnir á hættusvæði löngu áður.
Hættan vofði lengi yfir en svo verður hrunið alltaf með einhverjum
hætti og ber einkenni taugaveiklunar. Það er greinilegt af viðbrögðum
Breta.“
Henriksen segir og að það sé dæmigert að allir bankarnir hrynji
samtímis.
„Viðskiptavinir bankanna, jafnt eigendur innlána sem skuldu-
nautar, uppgötvuðu að bankarnir áttu sér engan lánveitanda
til þrautavara. Traustið á öllum fór um leið og einn féll,“ segir
Henriksen.
Henriksen segir og að bankabólan á Íslandi sé að öllu leyti dæmi-
gerð fyrir samskonar bankabólur áður í öðrum löndum. Oft áður
hefur hlaupið ofvöxtur í banka og þeir að lokum fallið með brauki
og bramli. Svona bankabólur urðu til í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
á árunum kringum 1990 – áður en samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið var til.
„Það eina sem er sérstakt við íslensku bankabóluna en að hún varð
stærri en dæmi eru um áður. Bankar hafa aldrei áður náð að vaxa svo
mikið samanborið við stærð hagkerfisins. Þess vegna er áfallið líka
mikið,“ segir Henriksen.
Hann segir eins og Storesletten að bankarnir hafi verið orðnir svo
stórir að Seðlabanki Íslands réð hvergi nærri við að verja þá falli – og
að eiginfé þeirra hafi reynst ótraust.
Hræddir við frelsið
En hvað gerðu bankamenn á Íslandi annað en þeir norsku? Hvað
varðar norsku bankana hafa þeir ekki lagt í útrás svo nokkru nemi. Þó
hefur Storebrand, sem auk annars rekur banka, reynt að ná fótfestu í
Svíþjóð með miklum kostnaði.
En norsku bankarnir hafa að mestu haldið sig heima um leið og
erlendir bankar hafa haslað sér völl í Noregi. Nordea er að mestu
Espen Henriksen, fræðimaður við hagfræðistofnun Óslóarháskóla.
Kjetil Storesletten, prófessor í hagfræði við Óslóarháskóla.
Thore Johnsen, prófessor í hagfræði við Verslunarháskólann í
Björgvin.