Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 33
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn Buiter er á því að Bretum væri best að taka upp evru. Þær raddir heyrast víðar en líkt og á Íslandi er evruaðild óvinsæl í stóru flokkunum, Íhaldsflokknum og verkamannaflokknum. Þegar fór að líða á þetta ár kom æ betur í ljós að þessu var reyndar þveröfugt farið. Landamæri fjármálaheims Evrópu og Banda- ríkjanna liggja ekki um Atlantshafið heldur um Ermasund – Bretland fylgir Bandaríkj- unum, ekki meginlandi Evrópu. Þetta stafar meðal annars af því hvað fjármálageirinn hér er stór. Næst á eftir Wall Street er City, fjár- málahverfið í London, fjármálahöfuðborg heimsins. Þeir viðskiptahættir sem tíðkast á Wall Street sjást einnig hér enda allir bandarískir bankar og aðrir erlendir bankar með mikla starfsemi í borginni. Breskir bankar á ríkisjötunni Northern Rock sérhæfði sig í húsnæðislánum og sama var með Bradford & Bingley, en báða þessa banka hefur breska ríkið yfirtekið. Auk þess á ríkið nú 60 prósent í Royal Bank of Scotland, banka sem mjög hefur komið við sögu í umsvifum Baugs í Bretlandi. Þegar annar skoskur banki, HBOS, riðaði til falls var reynt að koma honum í eina sæng með Lloyds-TSB svo ríkið þyrfti ekki að yfirtaka hann líka. Þær viðræður hafa dregist ótrúlega á lang- inn og þar sem fjármálaheimurinn breytist nánast dag frá degi virðist erfitt að koma sér saman um verð og hvernig meta eigi HBOS. En einnig þarna spilar stjórnin þó með því þessi sameining væri ekki möguleg nema samkeppnissjónarmið séu látin lönd og leið. Ríkið hefur þegar þurft að leggja fé í púkkið og á nú um 40 prósent í bönkunum. Það var í þessu umhverfi sem íslensku bankarnir þrír, allir með að því er virtist blómlega starfsemi í London, hurfu af sjón- arsviðinu. Deilan um Kaupthing Edge og Icesave yfirgnæfði allt um tíma. Hin yfirveg- aða afstaða var að þarna hefðu þrír bankar horfið af því landið á bak við þá væri of lítið til að halda þeim gangandi. Þetta væri fordæmalaus atburður í litlu landi með lít- inn gjaldmiðil og alveg dæmalaus í bresku samhengi. samhengi sem skekur En nú er enginn viss um neitt lengur – og hagfræðingar eins og Buiter farnir að sjá að það er ekki eins langsótt og kynni að virðast að bera saman Ísland og Bretland. Sjónarhorn hans er gjaldmiðillinn – honum þykir pundið hvorki sterkur né merkilegur gjaldmiðill. Í alþjóðlegu samhengi séu Bretar eins og strá í vindi. Fá umræðuefni hér eru jafn tilfinningaþrungin og evra eða ekki evra. Buiter er eindregið hallur undir að Bretar stígi Evrópusambandsskrefið nú til fulls og stefni á upptöku evru. Þegar í maí benti Buiter á að það væru engin skynsamleg rök fyrir að lítið land með jafnopið hagkerfi og Bretland héldi í eigin gjaldmiðil. Það væri hrein bábilja að slíkt gæfi frelsi til að stýra efnahagsmálum betur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að fjármálageirinn breski væri mjög stór og stór hluti eigna hans væri bundinn erlendum gjaldmiðlum, ekki pundinu. Ástandið hér væri ekki eins og slæmt og á Íslandi – en þó væri ekki fráleitt að líkja Bretlandi við risastóran vogunarsjóð, skuldsettan upp í rjáfur. Lykilspurningin að mati Buiters var hvort Bretland líktist meir Bandaríkjunum og Evru- landi – eða Íslandi. Svar Buiters var að Bret- land líktist Íslandi: bæði löndin væru með mikil viðskipti í erlendum gjaldmiðlum sem seðlabankar landanna gætu ómögulega varið til þrautavara. Buiter vék aftur að þessari hliðstæðu í bloggum í haust og skrifaði svo langt og ítarlegt blogg 13. nóvember um Reykjavík- við-Thames. Þar bendir hann á að reynslan á Íslandi sýni að þreföld kreppa, bankakreppa, lausafjárkreppa og kreppa vegna gjaldfalls ríkisins, geti skollið á í litlu landi með stóra banka sem starfa erlendis, gjaldmiðil sem ekki er nýttur í alþjóðlega gjaldeyrissjóði og sem hefur takmarkaðan fjárhag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.