Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 39
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Lectura, hefur sérhæft sig í samskiptum á vinnustað en einn angi þeirra er einelti á vinnustöðum. Hún gerði fyrstu rannsókn sinnar tegundar á því efni á Íslandi. Sú rannsókn fékk m.a. tilnefningu til
Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2000.
Lectura býður m.a. upp á námskeið fyrir fyrirtæki sem byggja á
víðtækri þekkingu Lísbetar á sviði samskipta, reynslu hennar af heim-
ildaöflun fyrir fyrrgreinda rannsókn og M.A. viðtölum við þolendur
eineltis.
Það túlka ekki allir einelti á sama hátt
„Ég dreg upp mynd af einelti á þessum námskeiðum. Velti upp
spurningunni hvað er einelti, með hvers konar hætti það birtist og
hverjar afleiðingarnar geta orðið. Það túlka ekki allir einelti á sama
hátt svo við skoðum málin út frá mismunandi upplifunum einstakl-
inga. Því fer fjarri að við hugsum öll eins í þessum efnum.
Ég dreg upp myndir af einelti og afleiðingum þess og kem með
leiðir fyrir þolendur og samstarfsfólk þar sem ég legg ríka áherslu á
ábyrgð hvers og eins. Við skoðum jafnframt mikilvægi fyrirbyggjandi
aðgerða.
Ásamt því að greina frá staðreyndum flétta ég inn í námskeiðið
upplestur úr reynslusögum þolenda. Ég byggi þó fyrst og fremst á
viðamikilli heimildavinnu og staðreyndum. Reynsla mín er sú að
þátttakendur á tveggja stunda námskeiðunum eru mjög áhugasamir
og lifandi umræður eiga sér stað þar sem vel koma í ljós mismunandi
skoðanir, upplifanir og sýn á samskiptum og einelti.“
Fyrsta íslenska rannsóknin á einelti á vinnustöðum
„Árið 1999 gerði ég fyrstu tvær rannsóknirnar um einelti á vinnu-
stöðum sem gerðar hafa verið á Íslandi í félagi við Pálínu Benjamíns-
dóttur sem var samnemandi minn í Háskóla Íslands. Fyrri rannsókn-
inni var ætlað að kanna tíðni eineltis. Við stöllur fórum í hvert einasta
frystihús á Suðurnesjum; í Grindavík, Keflavík, Garði og Vogum,
sem höfðu tíu starfsmenn eða fleiri. Þau voru nokkuð mörg á þessum
tíma. Við lögðum spurningalista fyrir fólkið og niðurstöðurnar reynd-
ust svo áhugaverðar að við sóttum um og fengum styrk frá Nýsköp-
unarsjóði til þess að gera svokallaða eigindlega rannsókn á efninu,
þ.e. taka viðtöl við fólk sem hafði tengst einelti á einhvern hátt, t.d.
þolendur. Þá tókum við m.a. viðtöl við ýmsa starfsmannastjóra, full-
trúa stéttarfélaga, lögfræðing hjá Vinnueftirlitinu og fjölmarga fleiri.
Rannsóknunum tveimur var svo steypt saman í eina skýrslu og hún
hlaut tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2000,
sem við vorum afar stoltar af.
Á þessum tíma voru ekki einu sinni til upplýsingabæklingar fyrir
almenning um einelti á vinnustöðum og að beiðni VR gerði ég
bækling sem er enn í dag í notkun, næstum tíu árum seinna.
Sem betur fer er staðan í dag allt önnur. Þegar við Pálína vorum
upphaflega að byrja á rannsókninni, vissum ekki einu sinni hvaða orð
við gætum notað yfir einelti við upplýsingaleit á netinu.“
Einelti á vinnustað getur beinlínis skaðað fyrirtækið
„Á námskeiðunum legg ég ríka áherslu á hvers konar afleiðingar
einelti á vinnustað getur haft fyrir sjálft fyrirtækið. Um þessar
Einelti á vinnustöðvum mun aukast í kreppunni þegar samkeppni um störfin
verður harðari. Algengar birtingarmyndir eineltis eru: Ranglegar ásakanir,
upplýsingum haldið leyndum, afskiptaleysi, einangrun og niðurlæging.
TExTi: hrund hauksdóttir • MynD: geir ólafsson
E i n E LT i
EinELTi
á vinnustöðum