Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 47

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 47
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 ➊ Forstjóri fjármálafyrirtækis: Traust og heiðarleiki „Þennan klassíska klæðnað, sem er sígildur í fjármálageiranum, er gott fyrir stjórnendur að nýta sér þegar þeir þurfa að mæta á mikilvæga fundi um fjármál. Dökkblá jakkafötin vísa til valds, líkt og svart, en blátt stendur jafn- framt fyrir traust og heiðarleika sem er undirstrikað með ljósblárri skyrtunni. Vínrautt bindið táknar sköpun og styður við þá breytingartíma sem fjármálageir- inn fer í gegnum um þessar mundir.“ Fatnaðurinn er frá Hugo Boss. ➋ Forstjóri framleiðslufyrirtækis: Kvenlegur kraftur „Svört jakkaföt eru klassísk hjá stjórnendum og gefa þeim völd og virðingu. Þau eru sígild og klæðileg þar sem einn litur frá toppi til táar lengir og grennir líkamann. Til þess að milda negatíf áhrif svarta litarins hef ég valið ljósrauða blússu – sem gefur stílnum kven- leika og setur punktinn yfir i-ið. Kraftur og þol endurspeglast í rauðu en ljósari tónn mildar áhrifin og veitir jafnframt vernd. Þegar stjórnendur þurfa að ræða við ólíka ein- staklinga um hin ýmsu mál er þessi stíll alltaf öruggur.“ Fatnaðurinn er frá B&S konum. ➌ Ritstjóri: Skapandi leiðtogi „Ritstjórar vinna í skapandi umhverfi þar sem starfsmenn þurfa frelsi og svigrúm. Þeir þurfa því að klæðast fatnaði sem virkar ekki of valds- mannslegur. Ég hef því valið dálítið óhefðbundinn ullarjakka og flauels- buxur í stíl í brúnum tónum, sem veita öryggi og vernd fyrir umróti líðandi stundar. Ljósblár litur skyrt- unnar eykur hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn.“ Fatnaðurinn er frá Calvi. ➍ Skólastjóri: Ábyrgð og sköpun „Þetta er kannski ekki hefðbund- inn fatnaður fyrir skólastjóra og frekar í frjálslegri kantinum. Í umróti þjóðfélagsins um þessar mundir er ábyrgð skólastjóra mikil og því hef ég valið fjólubláan jakka þar sem sá litur stendur fyrir sköpun og andlegan skilning. Vald og heiðarleiki er síðan und- irstrikað með dökkbláa litnum í pilsinu.“ Fatnaðurinn er frá Kúltur. Viðeigandi fatnaður er mjög mismunandi eftir starfsstéttum. Hér hefur Hildur sett saman klæðnað fyrir stjórnendur í ólíkum atvinnugreinum þar sem hún skoðar m.a. þýðingu lita og hvernig hægt sé að nota þá til að hafa þau áhrif sem sóst er eftir. ➊ ➋ ➌ ➍

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.