Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 48

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 48
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 49 Í viðskiptaferðum erlendis getur oft verið nauðsynlegt að spyrja hvers konar klæðnaður sé viðeigandi við ákveðin tilefni. Hér eru tekin nokkur dæmi: Karlar „Casual“: Hversdagsklæðnaður. „Business“: jakkaföt og skyrta með háls- bindi. „Business casual“: Stakar buxur og póló- bolur eða skyrta án bindis (hneppt alveg upp). „Semi-formal“: Falleg jakkaföt. „Formal“: Kjólföt eða smóking. Konur „Casual“: Hversdagsklæðnaður. „Business“: Dragt (buxur eða pils) og skyrta. „Business casual“: Stakar buxur/pils og póló-bolur eða blússa eða viðeigandi kjóll. „Semi-formal“: Fallegur kjóll eða dragt. „Formal“: Síðkjóll. ➏ Starfsmannastjóri: Samvinna og skilningur „Mikilvægt er fyrir starfsmannastjóra að sýna starfsmönnum samvinnu og skilning og því getur svartur fatnaður virkað of valds- mannslegur. Ég hef því valið stakan jakka og köflótt pils í kvenlegum stíl, í mildum og gráum tónum. Grænn litur blússunnar styður við nýjan vöxt sem virkar græðandi og upp- byggjandi fyrir starfsmenn á erfiðum tímum.“ Fatnaðurinn er frá Karen Millen. Nánari upplýsingar um námskeiðin og fyrirlestrana má fá hjá Hildi í síma 8990819 og á hildur@xirena.is ➎ Framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis: nýsköpun og frumkraftur „Sprotafyrirtæki í tæknigeiranum hafa m.a. verið von Íslands út úr fjárhagslegum þrengingum þar sem sköpunarkraftur og útsjónarsemi eru mikilvægir þættir. Í mörgum þessara fyrirtækja tíðkast töluvert óhefð- bundinn fatnaður líkt og ég hef hér valið fyrir fram- kvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækis. Ég myndi þó ráðleggja aðeins klassískari fatnað á mikilvægum viðskiptafundum. Appelsínuguli liturinn í jakkanum eykur verklagni og nákvæmni og guli bolurinn undir skyrtunni gefur til kynna víðsýni og rökhyggju.“ Fatnaðurinn er frá Moods of Norway. kynna framúrstefnulega sýn í bland við fagleg vinnubrögð. Það verður að segjast eins og er að karl- mannatískan hefur hingað til verið nokkuð hefðbundnari en kventískan að þessu leyti og til að skapa sér persónulegan stíl hafa karlmenn aðallega notað litrík og mynstruð bindi. Því er mikilvægt að vanda valið og eiga nokkrar gerðir til að tryggja nægilega fjölbreytni fyrir hin ýmsu tilefni. Þá fást skyrtur í mörgum litum til að tóna við bindin og ná fram áhugaverðari stíl. Falleg úr og karlmannlegt skart geta jafn- framt sett punktinn yfir i-ið. Fyrir þá sem vilja skapa sér enn meiri sérstöðu má geta þess að gamaldags slaufur og stór gleraugu koma sterkt inn í vetur.“ ➎ ➏

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.