Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 61

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 61
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 K YN N IN G NordicaSpa er heilsulind á heims-mælikvarða sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi. Þar geta gestir dekrað við sig og látið þreytu dagsins líða úr sér. Ávísun á vellíðan Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri hjá NordicaSpa, hvetur fólk til þess að styðja íslenska framleiðslu og gleðja fólk með gjafabréfi sem er ávísun á vellíðan og góða heilsu: „Um þessar mundir leggjum við áherslu á gjafakortin okkar og viljum vekja athygli á hversu vel til fundin gjöf þau eru. Allir kunna að meta slíka gjöf, hvort sem um er að ræða vini, vandamenn, starfsfólk eða við- skiptavini. Væntanlega fara færri í verslunarferðir erlendis fyrir þessi jólin og því ætti des- emberverslunin hér heima að verða kraft- mikil og fólk sameinast vonandi í því að styðja íslenska framleiðslu. Gjafakortin okkar hitta beint í mark, nú meira en nokkru sinni fyrr. Það er mjög vel til fundið að gefa þeim sem þú vilt gleðja vellíðan, slökun og ánægju. Verðið hefur ekki hækkað hjá okkur síðan í fyrra og því fær fólk mikið fyrir peningana með gjafakorti í þjónustuna sem NordicaSpa hefur upp á að bjóða; í heilsulindinni, nuddi, snyrtingu eða í sjálfri heilsuræktinni.“ Dekur og lítil kraftaverk „Öll viljum við vera í góðu innra jafnvægi, sérstaklega eftir annasaman desembermánuð, en þá er einmitt nauðsynlegt að við gefum sjálfum okkur tíma og ræktum líkama og sál. NordicaSpa býður upp á vandaða og fjöl- breytta þjónustu þar sem markmiðið er end- urnæring og slökun í afslappandi umhverfi. Hægt er að leita til faglærðra snyrtifræðinga og nuddara sem geta gert lítil kraftaverk. Ótal möguleikar og meðferðir eru í boði þar sem mögulegt er að eyða jafnvel heilum degi í að láta dekra við sig. Mæðgur, hjón og vinkonur taka sig oft saman og gera sér glaðan slök- unardag í friðsælu umhverfi NordicaSpa.“ Ragnheiður Birgisdóttir er framkvæmdastjóri NordicaSpa. Nordica Spa GlæsIleG GjafaKort www.nordicaspa.is „Það er mjög vel til fundið að gefa vellíðan, slökun og ánægju þeim sem þú vilt gleðja.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.