Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 81

Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 81
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Kvikmyndir Misheppnuð til- raun til að drepa adolf Hitler í júlí 1944 TExTI: hiLmar KarLsson Nokkrar tilraunir voru gerðar til að koma Hitler fyrir kattarnef meðan á síðari heimstyrjöldinni stóð en þær mistókust allar. Hann lét lífið fyrir eigin hendi í Berlín í lok styrjaldarinnar. Þekktasta tilræðið og það sem mest hefur verið fjallað um, í ótal blaðagreinum og bókum, var hin svokallaða Júlí-aðgerð sem átti sér stað 20. júlí 1944. Hefði tilræðið heppnast hefði sjálfkrafa farið í gang Valkyrjuáætlunin sem samin var af ráðamönnum Þriðja ríkisins ef til uppreisnar kæmi og meira að segja Hitler hafði átt hlut í að skapa. Kvikmyndin Valkyrie, sem Bryan Singer leikstýrir, dregur nafn sitt af þessari áætlun en fjallar að langmestu um aðdraganda og framkvæmd Júlí-aðgerðarinnar. Þegar komið var fram á mitt ár 1944 voru margir herforingjar búnir að sjá að Þjóðverjar stefndu í ósigur. Henning Von Tresckow hershöfðingi hafði reynt misheppnað tilræði við Hitler og vildi reyna aftur og fékk annan yfirmann í hernum, Claus von Stauffenberg greifa með sér. Sá skyldi framkvæma tilræðið sem fólst í að sprengja loftvarnabyrgi sem Hitler fundaði í. Stauffenberg hafði verið hækk- aður í tign og sat á fundum með Hitler. Hann hafði borið sprengjuna á sér á fundum áður en kjörið tækifæri kom loks í Rastenburg 20. júlí 1944, en sá fundur var að vísu ekki haldinn í loftvarnabyrginu. Þegar Stauffenberg hafði komið sprengjunni fyrir undir borði brá hann sér frá og flaug ásamt aðstoðarmanni með flugvél til Berlínar. Þegar hann lenti frétti hann að Hitler hefði lifað af sprenginguna en þrír aðrir hefðu farist. Sprengjan var öflug og Hitler hefði átt að drepast en skýringarnar á því af hverju hann hélt lífi eru nokkrar. Líklegasta skýringin er að sprengjunni hafi verið komið fyrir við voldugan borðfót sem hugs- anlega hefur hlíft Hitler. Í upphafi hafði Stauffenberg ætlað að vera með tvær sprengjur og hefði hann fylgt því eftir er líklegt að ætl- unarverkið hefði tekist. Í staðinn fékk Hitler enn eitt tækifærið til að losa sig við alla þá sem hann grunaði um að væru á móti sér. Hann lét í kjölfarið handtaka fimm þúsund manns og allir samsærismennirnir voru teknir af lífi. Vandræðagangur Gerð Valkyrie hefur ekki gengið sem skyldi og margvíslegur vandræða- gangur við gerð hennar hefur komið upp á yfirborðið. Hefur vand- ræðagangurinn meðal annars tengst því að Tom Cruise leikur Claus Von Stauffenberg, sem er aðalpersóna myndarinnar. Náið samstarf Cruise við Vísindakirkjuna bandarísku varð til þess að einhverjir þýskir stjórnmálamenn reiddust og tóku svo sterkt til orða að líkja Cruise við áróðursmeistara Hitlers, Josef Goebbels. Þá hafa afkomendur Stauffenbergs verið allt annað en ánægðir með að Tom Cruise skuli leika þennan fræga forföður þeirra sem er hetja í augum Þjóðverja. Allt þetta gerði að verkum að erfitt var að fá leyfi til að kvikmynda á þeim stöðum sem atburðirnir gerðust. Áður en tökur hófust í fyrrasumar voru þó flest leyfi fengin, meðal annars til að mynda í hinni sögulegu byggingu Bendlerblock þar sem Stauffenberg og félagar lögðu á ráðin um morðið á Hitler og Stauffenberg var tekinn af lífi. Í fyrstu var því haldið fram af þýskum yfirvöldum að staðurinn myndi tapa virðingu ef þar yrði komið upp kvikmyndaveri. Þjóðverjar skiptu um skoðun á þessu atriði en héldu sig við neitun um að kvikmynda á lögreglustöð- inni í Berlín. VAlKyrjA Eins og sjá má er svipur með Claus Von Stauffenberg og Tom Cruise, sem er til hægri á myndinni. Þýskir herforingjar leggja á ráðin um að myrða Adolf Hitler.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.