Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 88
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 89 s vefn og heilsa er sérverslun í Listhús-inu í Laugardal og Óseyri 2 á Akur-eyri. Í Svefni og heilsu er verslað með heilsudýnur, húsgögn og flestallt það sem þarf í gott svefnherbergi. Framkvæmdastjóri er Elísabet Traustadóttir. „Svefn og heilsa býður það besta hverju sinni í heilsudýnum þar sem gæði og góð verð fara saman. Hjá okkur vinnur fagfólk sem býr yfir sérhæfðri þekkingu á dýnum yfirleitt og hefur tæplega 20 ára reynsla hérlendis gefið af sér tugi þúsunda ánægða viðskiptavina. Við erum með gott úrval af heilsudýnum við allra hæfi og verslum við viðurkennd fyrirtæki á þessu sviði. Má nefna IQ-CARE þrýstijöfn- unardýnurnar, sem valdið hafa byltingu í valkostum einstaklinga á síðustu árum, og að vestan koma Chiropractic heilsudýnurnar. Starf mitt felst í að sjá meðal annars um markaðsmál, auglýsingar, heimasíðu, starfs- mannamál og í raun allt sem til fellur. Und- anfarið hef ég verið að vinna við lagerútsöluna að Kletthálsi 13 og svo eru auðvitað jólin fram- undan með öllu sem þeim fylgir.“ Elísabet er eigandi að Svefni og heilsu ásamt eiginmanni sínum Sigurði Matthíassyni. „Við erum mjög ólík á margan hátt en vinnum mjög vel saman. Við vegum hvort annað upp.“ Elísabet er með menntun í fjölmiðlafræði og grafískri hönnun: „Ég hef einnig verið dugleg að sækja alls konar námskeið og síðast fór ég á námskeið í Fjöltækniskólanum og tók pungaprófið. Ég hef alltaf haft gaman af því að sigla og veiða og það er langþráður draumur að eignast snekkju eða alvöru bát. Þá er ekki verra að hafa skipstjóraréttindi.“ Elísabet og Sigurður eiga fjögur börn og einn hund og er í nógu að snúast á heimilinu. Áhugamálin eru mörg hjá Elísabetu og Sig- urði: „Það sem stendur upp úr eru ferðalög. Í sumar fórum við meðal annars í fjórhjólaferð að Hólaskógi með börnunum okkar, sem var mjög skemmtileg ferð sem lifir í minningunni. Við getum stundum sameinað vinnu og frí og slík ferð var farin til Belgíu um mánaðamótin október nóvember en okkur var boðið þangað í brúðkaup. Við notuðum einnig ferðina til að sinna fyrirtækinu með því að fara á hús- gagnasýningu í Brussel. Var frábært að komast aðeins í burtu af klakanum og fá smáhvíld frá óróanum í þjóðfélaginu. Hvað varðar mig sjálfa þá er ég mikil fjölskyldumanneskja og fæ ég mest út úr því að vera í faðmi fjölskyld- unnar, elda og borða góðan mat.“ Fólk Elísabet Traustadóttir: „Ég hef verið dugleg að sækja alls konar námskeið og síðast fór ég á námskeið í Fjöltækniskólanum og tók pungaprófið.“ framkvæmdastjóri Svefns og heilsu ElísAbEt tRAustAdóttiR Nafn: Elísabet Traustadóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík 15. ágúst 1962. Foreldrar: María Ágústa Einarsdóttir og Trausti Ólafsson, fyrrv. stórkaupmaður. Maki: Sigurður Matthíasson. Börn: Matthías Trausti, 20 ára, Aldís María, 19 ára, Bjartur Snær, 9 ára og Elísa Sól, 8 ára. Menntun: BA í fjölmiðlafræði (APR) og BFA í grafískri hönnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.