Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 23 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT vis fjórða stærsta fyrirtækið á heimsvísu í samheitalyfjaiðnaði og fær aukinn aðgang að fjölmörgum mörkuðum, svo sem í Bandaríkj- unum, Þýskaland, Hollandi, Skandinavíu, Kína og Indónesíu. „Vöruframboð beggja fyrirtækja breikkar við kaupin og aðgengi að mörkuðum eykst. Alpharma hefur lítið verið í Mið- og Austur-Evr- ópu þar sem Actavis hefur sterka stöðu. Alpharma stendur aftur á móti mjög vel í vestanverðri Evrópu. Hagkvæmni kaupanna liggur því í augum uppi. Með þessu hefur Actavis fengið styrk til að keppa við stærstu samheitalyfjafyrirtæki heims.“ Dreifstýring og frjálsar hendur Fyrir skömmu komu nokkrir af helstu stjórnendum Alpharma í heimsókn hingað til lands. Með þeim var fundað helgarlangt á Hótel Búðum á Snæfellsnesi og við brennu í húmi nætur - með magnaða strauma Snæfellsjökuls yfir og allt um kring - var sjálfur sameiningarseiðurinn framkallaður. Galdralyfið sem fær fólk til að skynja sig í einu og sama liðinu þótt höf og álfur skilji að. Frá svarthvítu sjónarhorni segir Svafa að alþjóðleg fyrirtæki sem fara út í yfirtöku á félögum standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar yfirtöku með algerri miðstýringu og kröfu um að starfað sé samkvæmt stefnu móðurfélagsins. „Þessi aðferð er mjög dýr, tímafrek og á stundum virkar hún alls ekki. Það yrði að minni hyggju illmögulegt að fá Búlgara, Tyrki eða Maltverja til að starfa algerlega eftir íslenskri uppskrift, enda eru markaðsaðstæður í þessum löndum - og raunar allar menning- arlegar hefðir - gjörólíkar því sem gerist hér. Hinn möguleikinn er dreifstýring. Hann er sá að gera fyrirtækin upp sem eina samstæðu og starfrækja eina fjármálaskrifstofu en gefa stjórnendum í hverju landi um sig að öðru leyti frjálsar hendur. Með þessu er stjórnunar- kostnaði haldið í lágmarki. Þetta tryggir þó ekki að samlegð fáist úr rekstri ólíkra félaga. Því höfum við farið bil beggja. Veljum vandlega þá þætti sem samþætta skal innan heildarinnar en skiljum aftur frá þá pósta þar sem heppilegt er að treysta á staðbundna þekkingu á aðstæðum og mörkuðum. Þessi leið hefur reynst okkur vel og gert okkur kleift að taka yfir jafn mörg fyrirtæki og raun ber vitni. Með þessu tekst okkur að ná fram samlegð eins fljótt og auðið er, án þess að setja þunga og dýra yfirbyggingu á félagið fjarri þeim mörk- uðum sem við störfum á.“ Ögrandi fyrirtæki Að sögn Svöfu hefur Actavis stundum verið skil- greint sem ögrandi fyrirtæki með sérstakt svipmót sem sýnilegt er starfsmönnum jafnt sem viðskiptavinum. „Við erum ögrandi og kappsöm úti á markaði. Í framleiðslu sam- heitalyfja fylgjumst við nákvæmlega með því hvenær einkaleyfi á einstökum lyfjategundum renna út. Erum jafnvel komin með okkar framleiðslu til sölu í apótekunum nánast á þeirri mínútu sem sér- ACTAVIS KAUPIR ALPHARMA Á 50 MILLJARÐA Kaup Actavis Group á Alpharma Inc. fyrir 810 milljónir Bandaríkjadala, eða 50 milljarða króna, er ein stærsta fjár- festing íslensks fyrirtækis. Alpharma rennur inn í Actavis samsteypuna frá nk. áramótum. Með kaupunum er Actavis orðið eitt af fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims. Sameiginlegt fyrirtæki verður með starfsemi í 32 löndum og með um 10 þúsund starfsmenn. Eftir kaupin verður Actavis með sterka markaðsstöðu í Bandaríkjunum og Evrópu en um 35% af tekjum fyrirtækisins munu koma frá Bandaríkjunum. 1999 2001 2002 2003 2004 2005 146 4.713 6.247 6.539 6.841 10.000* 2002 2003 2004 2006 18,2 27,3 39,4 94,0* 50 45 40 35 30 2002 2004 2005 37 149 138* Starfsmannafjöldi Velta (í milljörðum króna) Gengi hlutabréfa (nóv. 2003 - nóv. 2005) Markaðsvirði (í milljörðum króna) * Áætlað * 30. 12. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.