Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 79 Svo mörg voru þau orð: „Það er þannig með stjórnmálamenn að þeir hafa ekki gott af að festast á sömu þúfunni frekar en fólk almennt. Ég er búinn að vera í pólitíkinni í 25 ár og það var kominn tími á breytingu.“ Guðmundur Árni Stefánsson, nýskipaður sendiherra í Svíþjóð. Fréttablaðið, 9. október. „Löngun stjórnenda til að viðhalda góðri heilsu starfsmanna hefur kannski komið fram í blóðþrýstingsmælingum eða blóðfitumæl- ingum eða í því að huga að vinnustellingum og lýsingu.“ Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir sem rekur fyrirtækið Forvarnir ehf. Fréttablaðið, 5. október. „Peningar hafa aldrei verið drifkrafturinn í Latabæ. Þá hefði hann ekki verið til í tólf ár, því að ég er enn ekki farinn að fá til baka það sem ég hef lagt í verkefnið og fæ ekki fyrr en eftir einhver ár ef allt gengur eftir.“ Magnús Scheving. Morgunblaðið, 29. september. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hollandi á sínum tíma. Þegar von var á góðum gestum setti hann gjarnan á sig svunt- una og matreiddi andabringur. Uppskriftina fékk hann hjá bróður sínum sem hann segir vera meistarakokk. Ásbjörn segir að hann hafi reynst sér betri en enginn þegar mikið liggi við í eld- húsinu. Andabringur: Andabringur Salt og pipar Rauðvínssósa: Sveppir, laukur, rauðvín, anda- soð, sósujafnari, salt/pipar, tómatpúrra Grænmeti: Spínat, sveppir, gulrætur, paprika, belgbaunir Kartöflumús: Venjulegar eða sætar kartöflur, smjör, hlynsíróp, salt Andabringur: Mjóar rendur eru skornar í fitu- hlið bringurinnar. Passa þarf upp á að þerra kjötið vel. Bringurnar eru saltaðar og pipraðar, síðan snöggsteiktar á pönnu við mikinn hita, fyrst á fituhliðinni þar til hún er orðin vel stökk og síðan er henni snúið við á hina hliðina. Þá eru bringurnar steiktar í ofni við 150° í um 10 mínútur. Þær mega alls ekki verða of steiktar heldur eiga þær að vera vel rauðar. Rauðvínssósa: Rauðvínssósan á að vera þunn og bragðgóð. Steikið sveppi og lauk á pönnu og blandið út í rauðvíni, andasoði, salti, pipar, tómatpúrru og sósujafnara. Sjóðið í um 15 mínútur. Grænmeti: Snöggsteikið spínatið. Léttsteikið fínt skornar gul rætur, papriku, sveppi eða annað græn- meti. Kartöflumús: Sjóðið kartöflur, afhýðið, hrærið smjöri við í pott og hitið. Bætið síðan við sírópi og salti, hrærið vel saman og hitið upp. Skerið andabringurnar í þunnar sneiðar og setjið á disk ásamt grænmetinu og kartöflumúsinni. Sósunni er hellt yfir hluta af andabringunni. Sælkeri mánaðarins: ANDABRINGUR Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, er sælkeri mánaðarins. Guðlaug Kristín Pálsdóttir, vöru- merkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni, notaði í nokkur ár ilmvatnið J’adore frá Dior. Hún prófaði stundum hin og þess ilmvötn og nýlega tók hún tappann af ilm- vatnsflösku sem inniheldur nýjan ilm frá Thierry Mugler sem kall- ast Alien. Hún bar flöskuna upp að vitunum og kolféll. Síðan hefur minnkað jafnt og þétt í flöskunni. Hún notar þó J’adore inn á milli. „Við fyrstu kynni virkaði Alien eins og ferskur blómailmur en á eftir fylgdi höfgur ilmur af við og amber. Þetta er sparilykt. Dekurlykt. Ilmurinn er svolítið seiðmagnaður. Dulur.“ Hún talar um ilmvatnsglasið. Segir að meistari Mugler fari ekki hefðbundnar leiðir – ekki einu sinni hvað glasið áhrærir. En hvaða máli skiptir ilmur fyrir konur? „Maður vill ilma vel; það veitir manni ánægju að ilma vel. Svo er það ákveðin upplifun að eiga fallegt ilmvatnsglas.“ Uppáhaldsilmurinn: SEIÐMAGNAÐUR „Þetta er sparilykt. Dekurlykt. Ilmurinn er svolítið seiðmagnaður. Dulur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.