Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 81 Kynnisferðir eru í fararbroddi þeirra sem skipuleggja dagsferðir fyrir ferðamenn frá höfuðborginni auk þess að vera með lengri ferðir. Þá reka Kynnisferðir Flug- rútuna, sem eru áætlunarferðir frá Reykja- vík til Keflavíkurflugvallar og er þá fátt eitt nefnt af viðamikilli flutningastarfsemi Kynn- isferða, en bílaflotinn er hátt í 70 bílar. Kynn- isferðir eru í dag dótturfélag FL Group. Það var stofnað 1968 og var í upphafi samvinnufé- lag ferðaskrifstofa sem sameinuðust um að bjóða dagsferðir fyrir ferðamenn um landið. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er nú meðal stærstu skipuleggjenda ferða vítt og breitt um landið. Framkvæmda- stjóri Kynnisferða er Þráinn Vigfússon: „Ég hóf störf hjá Kynnisferðum 1996 og þá sem fjármálastjóri. Gegndi ég því starfi til febrúar 2004 að ég tók við starfi framkvæmdastjóra. Meginstarfsemin í fyrir- tækinu eru dagsferðir. Gullfoss, Geysir og Bláa lónið eru fyrirferðarmestu staðirnir og eru farnar margar ferðir á dag á þessa staði allt árið og er enginn dagur undanskilinn, en eins og gefur að skilja eru ferðirnar fleiri á sumrin. Við förum allar okkar ferðir frá BSÍ, sem við rekum og er hluti af starfsemi Kynnis- ferða. Hvað varðar starfsemi Flugrútunnar þá þarf bíll frá okkur að fara frá BSÍ til flugvallarins tveimur tímum fyrir hvert flug og frá flugvellinum 45 mínútum eftir hverja lendingu og þá er ekki verið spyrja hvort það séu einn eða tveir farþegar eða full rúta, ferðin er farin. Auk Flugrútunnar sjáum við um allar ferðir með áhafnir fyrir Icelandair og ferðir með flugvirkja.“ Þrá inn nefn ir einnig starfsemi sem tengist hálendinu: „Við höfum aflað okkur mikillar reynslu í hálendisferðum og förum meðal annars í Landmannalaugar, Lakagíga, Skaftafell, um Sprengisand og í Þórsmörk þar sem við rekum stóran skála í Húsadal. Þar er gisting fyrir um 150 manns og glæsilegur veitingaskáli.“ Eiginkona Þráins er Svava Liv Edgars- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Kornax, og eiga þau þrjá stráka. Hvað varðar áhugamál þá segir Þráinn að fjölskyldan ferðist þegar tækifæri gefst og hann sjálfur hefur verið skákunnandi frá unga aldri: „Ég tefldi mikið áður fyrr og keppti í landsliðsflokki, en það dró úr taflmennskunni þegar ég hóf háskóla- nám. Í dag tefli ég í frístundum auk þess sem ég er í skákklúbbi FL Group og er þar í sveit sem er Evrópumeistari flugfélaga. Ég reyni mig einnig í skákinni á Netinu og leyfi mér að taka þar meiri áhættu en ég geri undir venjulegum kringum- stæðum.“ Mestu annirnar hjá mér eru yfir helstu sumarmán- uðina, júlí og ágúst, þannig að ég verð að taka mér frí á öðrum tíma til að ferðast. Við reynum eins og við getum að ferðast innan- lands og fara þá í stuttar ferðir (langar helgar). Það var óvanalegt í ár hve mikið við fórum til útlanda. Við fórum til Portúgals í góða ferð í byrjun júní, síðan var það vinnan sem tók við, enda má segja að upp úr 20. júní sé starfsemi Kynnisferða allan sólarhringinn. Við hjónin fórum síðan í byrjun október í vikuferð til San Francisco, sem var virkilega skemmtilegt. Það er ekki aðeins að borgin er algjör draumastaður heldur er umhverfið sérlega heillandi. framkvæmdastjóri Kynnisferða Þráinn Vigfússon Nafn: Þráinn Vigfússon. Fæðingarstaður: Reykjavík, 25.10. 1967. Foreldrar: Vigfús Ármannsson og Sesselía Friðriksdóttir. Maki: Svava Liv Edgarsdóttir. Börn: Ivan, 15 ára, Edgar 10 ára, Hákon 8 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. FÓLK Þráinn Vigfússon teflir í skákklúbbi FL Group og er þar í sveit sem er Evrópu- meistari flugfélaga. TEXTAR: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.