Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 47 Publishing til að sjá um útgáfu fræðslu- og skemmtiefnis auk tölvuleikja. Ólafur átti meðal annars þátt í þróun geisladisksins og Playstation leikjatölvunnar. Í grein í Morgunblaðinu 15. febrúar 1994 segir: „Árið 1991 valdi Michael Schulhof aðal- forstjóri Sony í Bandaríkjunum, Ólaf Jóhann til að byggja upp nýja deild, Sony Electronic Publishing, en með henni vildi hann færa fyrirtækið inn á svið tölvuleikja og slíkrar skemmtunar. „Ég þurfti á einhverjum að halda sem gat bæði verið skapandi og þekkti tæknina,“ segir Schulhof. „Ólafur er einn af þeim óvenjulegu mönnum sem geta rætt um viðskiptalegar hliðar Sony Electronic Publishing við náunga í gallabuxum. Hann hefur víðfeðman menningarlegan bakgrunn. Það er mikilvægt að háttsettir yfirmenn séu víðsýnir.“ Mike Medavoy, fyrrum stjórnarformaður TriStar-kvikmyndafyrirtækisins, segir að Ólafur Jóhann sé einn af þeim stóru í skemmtanaheiminum í dag, „og einn af fáum sem geta talað um eitthvað annað en kvikmyndir. Hann er ákaflega uppfinninga- samur og þekkir heim tölvuleikja mjög vel. Hann getur litið á handrit að nýjum leik og séð hvernig má þróa það áfram og verið mjög íslenskur á sama tíma.“ Ólafur hætti hjá Sony eftir að upp kom ágreiningur við yfirmenn Sony í Japan um verðlagningu á Playstation leikjatölvunni. Ólafur barðist fyrir því að verði á leikja- tölvunni yrði haldið niðri og hafði sigur en kom sér um leið út úr húsi hjá háttsettum forsvarsmönnum Sony í aðalstöðvum fyrir- tækisins í Japan. Eftir að Ólafur hætti hjá Sony fjárfesti hann og sat í stjórn fjögurra fyrirtækja sem öll tengdust fjármálaumsýslu og margmiðlun af einhverju tagi og um tíma átti hann í við- ræðum um að taka við aðalframkvæmda- stjórastöðu hjá Apple Computer Inc. en ekkert varð úr þeirri ráðningu. Árið 1996 hóf Ólafur Jóhann störf sem aðstoðarstjórnarformaður hjá fjárfestingafyr- irtækinu Advanta. Hann var ráðinn sem varastjórnarformaður hjá Time Warner Digi- tal Media árið 1999 og tók þátt í samninga- viðræðum sem leiddu til samruna Time Warner og America Online, stærsta fjölmiðl- unarfyrirtækis heims á sínum tíma. Eins og stendur leiðir Ólafur viðræður um samvinnu netdeildar America Online og netdeilda Microsoft, MSN, um dreifingu á leitarvél fyrir viðskiptavini AOL. Ólafur Jóhann er giftur Önnu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn, tvo drengi, sem heita Ólafur Jóhann og Árni Jóhann og eru tólf og tíu ára gamlir, og eina stúlku sem heitir Sóley og er eins árs. Fjölskyldan á íbúð á Manhattan og hundrað ára gamalt sveitahús í listamannanýlendunni Sag Harbor á Long Island. Auk þess sem þau eiga glæsilegt einbýlishús í Reykjavík þar sem fjölskyldan dvelur þegar hún er stödd á Íslandi og fyrir skömmu festu hjónin kaup á landi undir sum- arbústað á Þingvöllum. Ólafur er sagður lífs- nautnamaður, hafa gaman af því að borða góðan mat og drekka góð vín sem hann hefur nokkra þekkingu á. Afkastamikill rithöfundur Þrátt fyrir miklar annir í starfi hefur Ólafur gefið sér tíma til að sinna öðru hugðarefni sínu sem er ritstörf. Allt frá því að Ólafur gaf út sína fyrstu bók hefur hann verið einn vinsælasti rithöfundur landsins, bækur hans hafa trónað á toppi metsölulista hér á landi, verið tilnefndar til ýmissa verðlauna og þýddar á fjölda tungumála. Smásagnasafnið Níu lyklar kom út 1986 en af öðrum bókum Ólafs Jóhanns má nefna Markaðstorg guð- anna (1988), Fyrirgefningu syndanna (1991) og Slóð fiðrildanna (1999) sem jafnframt var gefin út í Bandaríkjunum af Random House. Sniglaveislan kom út 1994 og var leikgerð hennar frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar 2001. Lávarður heims kom út árið 1996 og Sakleysingjarnir 2004. Unnið er að því að kvikmynda Slóð fiðrild- anna í Hollywood og mun sænska leikkonan Liv Ulman leikstýra myndinni auk þess sem uppi eru hugmyndir um að kvikmynda fleiri sögur eftir hann. Leikritið Fjögur hjörtu naut einnig mikilla viðsælda. Ólafur Jóhann mun einnig hafa fengist við ljóðagerð en ekki viljað birta neitt af þeim enn sem komið er. Ólafur Jóhann sagði einu sinni í viðtali að hann reyndi að skrifa bækur fyrir sem flesta og skildi ekki það sjónarmið að skrifa eitt- hvað sem aðeins fáir útvaldir skildu. Nafn: Ólafur Jóhann Ólafsson. Fæddur: 26. september 1962. Maki: Anna Ólafsdóttir. Börn: Ólafur Jóhann, 12 ára, Árni Jóhann, 10 ára, Sóley, 1 árs. Heimili: Íbúð á Manhattan, sveitahús á Long Island og einbýlishús í Reykjavík. N Æ R M Y N D - Ó L A F U R J Ó H A N N Ó L A F S S O N ÓLAFUR SEMUR ALLAN DAGINN Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur segir að Ólafur Jóhann sé bæði gamal- dags og rómantískur rithöfundur í jákvæðustu merkingu þeirra orða þegar honum tekst vel til, en hún segir líka að hann sé gríðarlega mistækur og blandan verði „banal“ þegar hann er upp á sitt versta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.