Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT og þekkingu á öllum þáttum rekstrarins, hvar sem stjórn- endurnir eru staddir í heiminum. „Fyrirmyndin kemur ævinlega frá toppnum. Fram- kvæmdastjórn okkar er mjög öflug og er hún er skipuð full- trúum frá fjórum löndum. Þrjár konur sitja í framkvæmda- stjórn. Róbert Wessman forstjóri félagsins hefur einstaka tilfinningu fyrir fólki, aðstæðum og tímasetningum. Hann hefur djúpan skilning á rekstrarumhverfi og þetta innsæi sem ekki lærist í skóla, heldur þarf að vera í puttunum og hjartanu,“ segir Svafa. Starfsemi í um 30 löndum Lyfjaframleiðsla er flókið ferli og flestum sem framandi heimur. „Þegar ég kom hingað til starfa þekkti ég þetta í sjálfu sér lítið meira en þessi grunnatriði sem flestir leikmenn þekkja. Vissi að pensilín drepur sýkla og að Íbúfen slær á vöðvabólgu,“ segir Svafa og kímir. „Þegar ég fór svo að kynnast þessu betur, kom mér ef til vill mest á óvart hversu mikil vísindi eru á bak við þessa framleiðslu, hve agaður lyfjamarkaðurinn er og mikið og flókið regluverk er í kringum allt markaðsstarf. Að koma nýju lyfi á markað er margra ára ferli þar sem öguð vinnubrögð þurfa að vera í fyrirrúmi.“ Síðustu misseri í starfsemi Actavis-samstæðunnar hafa einkennst af útrás þar sem hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur verið keypt. Sem fyrr segir er fyrirtækið nú með starf- semi í um 30 löndum og starfsmenn eru um sjö þúsund tals- ins. Flestir eru þeir í Búlgaríu og Tyrklandi, rúmlega þrjú þúsund, en raunar hefur Actavis nú einhverja starfsemi í flestum löndum Evrópu. Fjórða stærsta á heimsvísu Það sem af er ári hefur Acta- vis keypt sjö félög erlendis, það síðasta nú um miðjan októ- ber. Þá var gengið frá kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Alpharma fyrir um 50 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið er með starfsemi víða í Bandaríkjunum og í tíu löndum Evrópu og Asíu. Með kaupunum á Alpharma verður Acta- Á harðaspretti. Svafa kemur í mark í 17. júní hlaupi á Borgarnesvelli árið 1977. Systurnar Íris og Svafa ásamt æskuvinkonu þeirra, Hjördísi Árnadóttur síðar íþróttafréttamanni. Svafa er fyrir miðri mynd. Framkvæmdir við nýbyggingu Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði er í fullum gangi. Starfsemi fyrirtækisins er í um þrjátíu löndum víða um veröld. Þar er Ísland miðsvæðis og því hentar vel að höfuðstöðvarnar séu hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.