Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 22

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT og þekkingu á öllum þáttum rekstrarins, hvar sem stjórn- endurnir eru staddir í heiminum. „Fyrirmyndin kemur ævinlega frá toppnum. Fram- kvæmdastjórn okkar er mjög öflug og er hún er skipuð full- trúum frá fjórum löndum. Þrjár konur sitja í framkvæmda- stjórn. Róbert Wessman forstjóri félagsins hefur einstaka tilfinningu fyrir fólki, aðstæðum og tímasetningum. Hann hefur djúpan skilning á rekstrarumhverfi og þetta innsæi sem ekki lærist í skóla, heldur þarf að vera í puttunum og hjartanu,“ segir Svafa. Starfsemi í um 30 löndum Lyfjaframleiðsla er flókið ferli og flestum sem framandi heimur. „Þegar ég kom hingað til starfa þekkti ég þetta í sjálfu sér lítið meira en þessi grunnatriði sem flestir leikmenn þekkja. Vissi að pensilín drepur sýkla og að Íbúfen slær á vöðvabólgu,“ segir Svafa og kímir. „Þegar ég fór svo að kynnast þessu betur, kom mér ef til vill mest á óvart hversu mikil vísindi eru á bak við þessa framleiðslu, hve agaður lyfjamarkaðurinn er og mikið og flókið regluverk er í kringum allt markaðsstarf. Að koma nýju lyfi á markað er margra ára ferli þar sem öguð vinnubrögð þurfa að vera í fyrirrúmi.“ Síðustu misseri í starfsemi Actavis-samstæðunnar hafa einkennst af útrás þar sem hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur verið keypt. Sem fyrr segir er fyrirtækið nú með starf- semi í um 30 löndum og starfsmenn eru um sjö þúsund tals- ins. Flestir eru þeir í Búlgaríu og Tyrklandi, rúmlega þrjú þúsund, en raunar hefur Actavis nú einhverja starfsemi í flestum löndum Evrópu. Fjórða stærsta á heimsvísu Það sem af er ári hefur Acta- vis keypt sjö félög erlendis, það síðasta nú um miðjan októ- ber. Þá var gengið frá kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Alpharma fyrir um 50 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið er með starfsemi víða í Bandaríkjunum og í tíu löndum Evrópu og Asíu. Með kaupunum á Alpharma verður Acta- Á harðaspretti. Svafa kemur í mark í 17. júní hlaupi á Borgarnesvelli árið 1977. Systurnar Íris og Svafa ásamt æskuvinkonu þeirra, Hjördísi Árnadóttur síðar íþróttafréttamanni. Svafa er fyrir miðri mynd. Framkvæmdir við nýbyggingu Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði er í fullum gangi. Starfsemi fyrirtækisins er í um þrjátíu löndum víða um veröld. Þar er Ísland miðsvæðis og því hentar vel að höfuðstöðvarnar séu hér.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.