Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 21 „Þessi mikli vöxtur á sér margar skýringar,“ segir Svafa. „Aukningin hér innanlands skýrist líka af fjölgun starfsfólks í ýmiss konar samþættingarstarfi, svo sem þróunarvinnu, fjármálum, gæðaeftirliti, samskiptum og starfsmannastjórn og svo má lengi telja. Um 500 starfs- menn starfa við þróun í samstæðunni, þar af 110 á Íslandi þar sem þróunarstarfi er stýrt. Þannig skapast sérhæfð störf fyrir háskólamenntað fólk eftir því sem fyrirtækið stækkar. Hingað hefur verið ráðið til starfa kappsamt fólk sem beinlínis hungrar í að sjá árangur af störfum sínum. Þetta fólk smitar út frá sér, eljusemi þess er líkust góð- kynja smitandi vírus,“ segir Svafa. Forystuhugsun á öllum sviðum „Eitt af mínum helstu við- fangsefnum hér hjá Actavis hefur einmitt verið að finna út hvernig við getum ræktað upp og viðhaldið forystuhugsun á öllum sviðum,“ heldur Svafa áfram. „Lykill að örum vexti er að hver og einn starfsmaður hafi þessa hugsun og leggi því stolt sitt í að byggja upp starfsemi fyrirtækisins, hvert á sínu sviði. Að þetta sé ekki bara starf, heldur ljúf skylda. Mitt verkefni hefur einnig verið að einfalda og skýra skipu- lag fyrirtækisins þannig að við getum hreyft okkur hraðar en keppinautarnir. Alþjóðafyrirtæki sem ná bestum árangri í dag hafa skýran heildarramma og -stefnu. Þau safna til sín fólki sem finnur bestu leiðina á hverjum tíma til að fram- fylgja stefnunni og ná settum markmiðum. Því leggjum við kapp á að finna hæft og sjálfstætt hugsandi fólk sem getur lagað sig að hvaða aðstæðum sem er, hratt og örugglega. Þannig verðum við léttari, hraðari og sveigjanlegri en ýmsir keppinautar okkar, sem hafa miðstýringu sem þungamiðju í sinni stjórnun. Við leggjum kapp á að brjóta niður alla fílabeinsturna.“ Stjórnendahópur Actavis er í dag mjög alþjóðlegur. Því þarf skýra sameiginlega sýn á viðfangsefni, forgangsröðun FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri og Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, ásamt samstarfsfólki í eldlínunni á Búðum. Fyrir skömmu komu nokkrir af helstu stjórnendum Alpharma í heimsókn hingað til lands. Með þeim var fundað helgarlangt á Hótel Búðum á Snæfellsnesi og við brennu í húmi nætur - með magnaða strauma Snæfells- jökuls yfir og allt um kring - var sjálfur sameiningarseið- urinn framkallaður. Galdralyfið sem fær fólk til að skynja sig í einu og sama liðinu þótt höf og álfur skilji að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.