Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 ÚR EINU Í ANNAÐ Þegar snjóa tekur fer Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri hjá Festi, að huga að snjósleð- anum sínum. Hann og félagar hans eru þegar farnir að ræða um hvert eigi að fara í vetur. Þeir búast við að fara upp á hálendið þegar fönnin ræður þær ríkjum. „Ég var kornungur maður árið 1981 þegar ég fékk áhuga á snjósleðum,“ segir Ásbjörn. „Fyrst og fremst heillar mig að vera frjáls í náttúrunni, ferðast hratt og fara víða.“ Hann lagði snjósleðann á hilluna í mörg ár, ef svo má að orði komast, en byrjaði aftur árið 1998. Á þessum tíma var hann í námi í skipatæknifræði og í húsnæðiskaupum. Í dag tekur fjölskyldan þátt í snjósleðaævin- týrinu. Þá fer hann í ferðir með félögum sínum eins og komið hefur fram. „Við erum stundum vikutíma á fjöllum og gistum í fjalla- skálum. Þetta er mjög krefjandi sport. Það þarf að hugsa ein- göngu um ferðalagið, þekkja hálendið, vera með staðsetn- ingartæki og geta kúplað sig frá vinnunni. Þó þetta sé krefjandi er þetta samt hvíld frá hinu daglega amstri; það er hægt að lenda í vondu veðri og landslagið getur verið breytilegt.“ Ásbjörn hefur orðið vitni að alvarlegu snjósleðaslysi. „Eftir það hugsa ég öðruvísi og geri mér grein fyrir hve krefjandi sportið er og að það krefst aðgæslu.“ Áhugamálið: Á FÁKI FRÁUM „Fyrst og fremst heillar mig að vera frjáls í náttúrunni, ferðast hratt og fara víða.“ Áhugamálið: AÐ FARA HRATT OG FARA VÍÐA Dætur Páls Jónssonar, eiganda Hirzlunnar, fóru á reiðnámskeið fyrir um 10 árum. Þær eignuð- ust hesta í kjölfarið og faðir þeirra festi seinna kaup á Mola. Hestamennskan varð hans aðalá- hugamál. „Moli er nú tvítugur og við hestaheilsu. Hann er fjórgangs- hestur og var erfiður fyrstu árin. Það var oft vont að ná honum og hann vildi prjóna þegar ég var á baki. Hann er hins vegar orðinn gæfur í dag og er mest notaður undir krakka.“ Moli er ekki eini hestur Páls. „Fyrst var það hestur, svo hestakerran, þá var það hesthús og loks jörð austur í Holtum. Fjölskyldan á nú um 16 hesta.“ Páll hefur ásamt fleirum farið í lengri hestaferðir. Í sumar fór hann í 10 daga ferð. Aðspurður um hvað sé mest spennandi við hestamennskuna segir Páll að það séu ferðirnar, dagleg umhirða og að járna hrossin. „Þetta er gefandi áhuga- mál en tímafrekt.“ Knapinn hefur oft dottið af baki. „Ég hef tvisvar þurft að fara á spítala.“ Þess má geta að hann reið Mola í hvorugt skiptið. „Í fyrra skiptið rauk hesturinn af stað og ég datt af baki og stein- rotaðist. Ég væri steindauður ef ég hefði ekki verið með hjálm en hann fór í klessu. Ég marðist auk þess mikið. Í seinna skiptið fór hesturinn kollhnís með mig á baki og ég skaust af baki og meiddist á öxl.“Hestamennska er skemmtileg en tímafrek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.