Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 41 M inn áhugi var að halda áfram rekstri NTC en hugur Bolla stefndi á önnur mið. Nið- urstaðan var því kannski ljós löngu áður en var gengið frá samningum. Því förum við bæði mjög sátt frá viðskiptunum,“ segir Svava Johansen sem á dögunum keypti öll hlutabréf í NTC verslanakeðjunni af Ásgeiri Bolla Kristinssyni, fyrrum eiginmanni sínum. Reksturinn verður óbreyttur fyrst um sinn en Svava segir að þó megi búast við ýmsum áherslubreytingum næstu misserin. Fjórtán verslanir Í dag rekur NTC fjórtán verslanir sem eru við Lauga- veg, í Kringlunni og í Smáralind. Þetta eru Gallerí Sautján, GS skór, Focus, Centrum, Morgan Deres, Smash, Retro, Eva og Kultur, en einnig starfrækir NTC heild- sölu, verslunina Outlet 10 í Faxafeni og saumastofu. Upphafið er Sautján við Laugaveg sem Ásgeir Bolli opnaði árið 1976. „Ég kom inn í reksturinn 1981. Við færðum út kvíarnar 1987 þegar Kringlan var opnuð, enda var verslunin við Laugaveg þá löngu sprungin. Þegar annríkið var mest þurftum við að hleypa við- skiptavinum inn í hollum. Í gegnum tíðina höfum við síðan fært út kvíarnar jafnt og þétt. Nú síðast í vor, þegar við keyptum verslanir Retro í Kringlu og Smára- lind. Með Retro er NTC í fyrsta sinn komið í Smáralind. Ég hef fundið jafnan stíganda í allri verslun þar, þó Kringlan sé sem fyrr okkar mikilvægasti markaður,“ segir Svava. Miðbærinn verði sterkari En miðbærinn stendur alltaf fyrir sínu. „Nú er gatnaframkvæmdum efst á Laugavegi að ljúka og beint á móti Sautján, þar sem Stjörnubíó stóð áður, rís hús með 200 bílastæðum. Bygging verslanamið- stöðvar á þessum slóðum er einnig í umræðu, þannig að ég sé fyrir mér að nú verði miðbærinn sterkari en nokkru sinni fyrr.“ Svava Johansen segir að síðustu þrjú ár hafi einkennst af miklum upp- gangi í efnahagslífinu og búast megi við að þessi góða tíð vari enn um sinn. „Mér finnst ótrúlegt hvað er mikið af flottum verslunum á Íslandi sé tekið mið af fámenninu. Það er líka alltaf gaman að sjá hvað Íslendingar eru opnir fyrir nýjum straumum í tískunni sem þetta haustið er hliðholl aðstæðum í Norður-Evrópu. Nú erum við að sjá meiri, stærri og hlýrri flíkur sem kemur sér vel í okkar kalda landi.“ Tískan er skemmtileg. „Mér finnst ótrúlegt hvað er mikið af flottum verslunum á Íslandi sé tekið mið af fámenninu,“ segir Svava Johansen. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON SVAVA Svava Johansen kom inn í reksturinn fyrir 24 árum. Núna rekur NTC fjórtán verslanir. Hugur Bolla stefndi á önnur mið og því var hann tilbúinn að selja sinn hlut. KAUPIR BOLLA ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.