Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 SPÆNSKIR DAGAR Sigríður Andersen lög- fræðingur sér um dag- legan rekstur Spánsk- íslenska viðskiptaráðs- ins. Þess má geta að hún fór sem Erasmus- stúdent til Madrid á sínum tíma og tók þar hluta af lögfræðinám- inu. Þá hefur hún lært spænsku bæði á Spáni og við Háskóla Íslands. „Viðskiptin á milli landanna tveggja eru stöðug. Aðallega er um að ræða fiskútflutning og innflutning á víni, grænmeti og ávöxtum.“ Það er aðallega verið að flytja út saltfisk til Spánar. „Það er stöðug eftirspurn eftir fiski frá Íslandi. Við önnum yfirleitt ekki eftirspurn- inni. Íslenskir framleiðendur hafa fasta kúnna. Þegar ég hef farið til Spánar ásamt framleið- endum þá sé ég að oft er um langtímasam- band að ræða; það er að viðkomandi hafa átt í viðskiptum sín á milli jafnvel í áratugi.“ Íslenski saltfiskurinn - bacalao de Islandia - er þekktur á Spáni. Sigríður sá í Madrid nokkrar sérverslanir sem heita einfaldlega „Bacalao de Islandia“. „Þetta er ekki ólíkt vínbransanum. Þeir sem vinna í tengslum við þetta úti eru körfu- harðir. Það skiptir til dæmis máli hvernig salt- fiskurinn er sneiddur og snyrtur og hvernig hann er unninn. Hinn almenni íslenski neytandi fær því miður ekki jafngóð saltfisk- stykki og Spánverjar.“ Hún segir að vinsældir spænskra vína hér á landi séu alltaf að aukast. „Spænsk vín eru sam- keppnishæf svo sem hvað varðar gæði og verð. Það eru þó margir litlir framleið- endur á Spáni sem fram- leiða ekki fyrir útflutning. Íslenskir ferðamenn hafa stundum samband við okkur og biðja um hjálp við að finna framleiðanda ákveðins víns. Þeir vilja flytja það inn. Oft byrjar innflutningur þannig.“ Sigríður nefnir að Spánverjar séu framar- lega í textílbransanum. Leitað er til Spánsk- íslenska viðskiptaráðsins til að reyna að komast í samband við stóra framleiðendur á vefnaðarvöru. „Við bendum fólki þá á að hafa samband við viðskiptaráðið í viðkomandi héraði.“ Þá nefnir hún húsgagnaframleiðslu á Spáni en Íslendingar spyrja oft um hana enda er flutt inn töluvert af spænskum húsgögnum. „Einnig má nefna að flutt er inn heilmikið magn af flísum og keramiki frá Spáni að ógleymdu saltinu en saltfiskframleiðendur hér á landi notast við spænskt salt sem þykir eitt það besta í heimi.“ Uppskrift að saltfiskbollum (albondigas de bacalao) sem gjarnan eru á boðstólum á tapas-börum. 350 g saltfiskur (útvatnaður og tilbúinn til eldunar) 1 lárviðarlauf 1-2 brauðsneiðar mjólk pipar hnífsoddur kanill örlítið múskat 1 msk. söxuð steinselja 1/2 tsk. lyftiduft olía til steikingar Saltfiskurinn er hitaður í vatni með lárvið- arlaufinu í um fimm mínútur (ekki sjóða). Þá er hann tekinn upp úr, þerraður og roð- og beinhreinsaður. Því næst er hann settur í mat- vinnsluvél. Brauðsneiðin er mýkt upp í mjólk og sett saman við fiskinn í matvinnsluvélinni ásamt pipar, kanil, múskati, steinselju, hveiti og lyftidufti. Allt er maukað vel saman þar til það er orðið vel mjúkt. Þá eru búnar til bollur, þeim velt upp úr hveiti og djúpsteiktar í olíu þar til þær eru orðnar brúnar. Bollurnar eru bornar fram heitar eða kaldar, einar sér eða með góðri sósu eða ídýfu, t.d. hvítlauks- majónesi. SALTFISKUR, VÍN OG FLEIRA Margrét Jónsdóttir er með doktorspróf í spænsku máli og bók- menntum frá Princeton University og lýkur í vor MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er jafnframt vararæðismaður Spánar á Íslandi og dósent við Háskólann í Reykjavík. Þar stjórnar hún tungu- málatengdu námi í viðskiptadeild og er jafnframt ritstjóri spænsk- íslenskrar orðabókar sem verið er að vinna við í skólanum. „Það er margsannað að ef nemendur lesa það sem þeir hafa áhuga á þá læra þeir meira. Þess vegna læra nemendur Háskólans í Reykjavík spænsku með því að lesa viðskiptafræðitexta. Viðkomandi nemendur hafa flestir lært spænsku í framhaldsskóla og geta þannig lokið máltökunni í spænsku meðfram námi í viðskiptafræði.“ Doktorsritgerð Margrétar er um miðaldahetjuna Mio Cid. Hvers vegna skyldi hún hafa valið það efni? „Í raun má segja að hér sé tenging milli Íslands og Spánar. Íslendingasögurnar eru þjóðarspegill okkar. Þær segja hver við erum. Spánverjar þurftu að byggja upp sjálfsmyndina þegar þeir misstu nýlendurnar í lok 19. aldar. Þeir þurftu að finna hetjur eða fyrirmyndir sem tilheyrðu tímanum fyrir nýlendubröltið. Mio Cid var trúaður, góður hermaður og barðist fyrir réttlæti. Spænskir fræðimenn notuðu ímynd hans til að byggja upp einfalda sjálfsmynd af Spáni eða réttara sagt Kastilíu. Síðar vísaði Franco gjarnan í Mio Cid og samsamaði sig honum til að ná til þjóð- arinnar. Það gekk svo langt að sumir töldu Franco vera el Cid endur- borinn.“ Fleiri fornar hetjur eiga hug Margrétar. Hún var lektor í spænsku í átta ár við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Þar kenndi hún gjarnan námskeið um Don Quijote, hetjuna ógleymanlegu sem Cervantes FORNAR HETJUR „Viðskiptin á milli landanna tveggja eru stöðug. Aðallega er um að ræða fiskútflutning og innflutning á víni, grænmeti og ávöxtum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.