Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 E ftir að hafa unnið með íslensk húsgögn og hönnuðum um árabil er ég sannfærð um að íslensk hönnun á ekki síðri mögu- leika erlendis en til dæmis dönsk hönnun,“ segir Dagmar Þorsteinsdóttir sem opnaði nýlega verslun með íslenskri hönnun ásamt manni sínum Magnúsi Magnússyni. Á boð- stólum eru íslensk húsgögn, skartgripir, ljósmyndir og gjafavara. Staðsetningin vekur athygli því Knightsbridge er þekkt fyrir munað- arverslanir eins og Harrods og Harvey Nichols og allt í kring eru verslanir með þekkt vöru- merki. Dagmar vann um árabil hjá Sólóhús- gögnum og segist hafa kynnst því vel hversu erfitt er að koma íslenskri hönnun á framfæri. „Það er gríðarlega erfitt að komast inn í viðurkenndar verslanir og ekki á færi nema risafyrirtækja með trygga framleiðslu. Maður er beðinn um framleiðsluáætlanir næstu þrjú árin - en íslenskir framleiðendur geta sjaldn- ast starfað þannig því markaðurinn heima er of lítill.“ Dagmar segir íslenska hönnun vekja áhuga en það fæli erlenda kaupendur þegar vörurnar séu aðeins seldar á Íslandi. „Með því að vera hér á góðum stað í þekktu hverfi þar sem fólk kemur alls staðar að álítum við okkur hafa betra tækifæri til að vekja athygli.“ Magnús, sem er enskur í móðurætt og þekkir því vel til í Englandi, segir að stað- setningin skipti einnig máli til að koma því til skila að hér sé á ferðinni óvenjuleg og sérstök vara sem sé eðlilega dýr því hún sé að miklu leyti sérframleidd. „Við getum ekki keppt við kínverskt verð. Við keppum á öðrum grundvelli en verði,“ bendir hann á. Markaðssetning er viðamikil á stórum markaði eins og í London. Þau Dagmar og Magnús segjast hafa kynnt sér aðstæður vel og lengi áður en þau opnuðu og segjast búast við að það taki 1 til 2 ár að hasla sér völl. Þau vinna með almannatengslafyrirtæki sem gefur ráð um allt sem snertir kynningu. Hluti af markaðsáætluninni er að kynna íslenska hönnun fyrir arkitektum sem geta þá mælt með húsgögnum og öðru við sína viðskiptavini. „Styrkur okkar liggur í að við getum komið til móts við viðskiptavini um hvers kyns sérþarfir hvað varðar húsgögn, bæði um stærðir og efni því allt er smíðað eftir pöntun,“ segir Dagmar. Hugmyndin er einnig að vera með sýn- ingar. Um þessar mundir er þarna sýning á verkum íslenskra auglýsingastofa, unnum út frá þemanu „þögnin rofin“. Design Centre Knightsbridge, 4 William Street, London SW1X 9HL; +44 (0) 20 7245 6222; www.designck.co.uk; dagmar@des- ignck.co.uk. Knightsbridge er þekkt fyrir munaðarverslanir eins og Harrods og Harvey Nichols. Þar hefur núna verið opnuð íslensk verslun með íslenskri hönnun. ÍSLENSK VERSLUN Í KNIGHTSBRIDGE Magnús Magnússon og Dagmar Þorsteinsdóttir hafa opnað verslun með íslenskri hönnun í Knightsbridge. TEXTI OG MYNDIR: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Dagmar Þorsteinsdóttir og Magnús Magnússon fyrir utan verslunina. Tryggðu framgang fyrirtækisins með því að huga að öllum þáttum í rekstri þess. Vátryggingar eru nauðsynlegur þáttur í rekstri og er mikilvægt að rekstraraðilar geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir geta staðið frammi fyrir og skyldum sem þeir þurfa að uppfylla. VÍS býður fyrirtækjum og einstak- lingum með atvinnurekstur vátryggingavernd sem löguð er að þörfum hvers atvinnurekanda. Atvinnutryggingar VÍS Vátryggingafélag Íslands hf. · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Sími 560 5000 · www.vis.is Tryggðu alla þætti fyrirtækisins! F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.