Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 25 FORSÍÐUGREIN • SVAFA GRÖNFELDT vera gegnsæjar. Ef hlutirnir eru flóknir getur fólk falið sig í kerfinu. Einfaldleikinn verður sennilega aldrei ofmetinn.“ Ferðalögin taka á Það reyndist allt annað en auðvelt að finna lausan tíma fyrir viðtal við athafnakonuna Svöfu Grönfeldt. Stund fannst þó um síðir: morguninn eftir að hún kom úr fjögurra landa ferð sem tók tvo daga. Önnur utanferð var þá handan við hornið. Svafa er gift Matthíasi Friðrikssyni, flugmanni hjá Icelandair, og eiga þau hjón tvö börn, ellefu ára dreng og þriggja ára dóttur. „Ég er að jafnaði þrjá til fjóra daga í hverri viku erlendis. Stundum get ég farið út að morgni og komið aftur að kvöldi. Síðan koma þeir tímar að ég þarf kannski að vera hálfan mánuð erlendis í einu og slíkt er mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Stundum kippi ég krökkunum með mér en það er samt erfitt fyrir þau,“ segir Svafa og bætir við að þeim hjónum hafi þó gengið ótrúlega vel að samræma störf og fjölskyldulíf. Það sé ekki síst að þakka óbilandi þolinmæði ömmu, afa og annarra í fjölskyldunni sem séu ætíð boðin og búin til að leggja málstaðnum lið. „Matti fær sína flugáætlun mánuð fram í tímann og sam- kvæmt henni set ég upp mína dagskrá. Við erum heima og heiman til skiptis en síðan koma inn á milli stundir sem við getum átt saman. Nokkrum sinnum hefur það gerst að við mætumst í landganginum í Leifsstöð, þar sem við erum að fara hvort í sína áttina. Stundum hef ég líka flogið með honum. Ég geri mér ljóst að maður hefur ekki endalaust úthald í svona verkefni. Þetta verður nokkurra ára törn, þar sem markmiðið er að byggja upp eitt besta samheitalyfja- fyrirtæki í heimi. Slíkt tekur einfaldlega sinn tíma,“ segir Svafa. Stjórnandinn skapar fordæmið Svafa Grönfeldt er fædd í Borgarnesi og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá fór hún til náms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og innritaðist á listabraut. „Ég ætlaði alltaf að verða listamaður en svona eftir á að hyggja hefði mig skort hugrekki til að takast á við það,“ segir Svafa og hlær. „Engu að síður leið mér ofsalega vel í listnáminu, það var einstakt frelsi sem fólst í því að vera hippi í lopapeysu. Þegar leið á námið fóru samt að renna á mig tvær grímur og þegar faðir minn lést fór ég að hugsa hlutina upp á nýtt. Fannst ég þurfa að taka meiri ábyrgð á framtíðinni. Því færði ég mig yfir á almenna bóknámsbraut með það fyrir augum að fara í háskólanám. Þessi þrá blundar samt alltaf í mér. Það var án efa mun meira gefandi að vera á listabraut, en ég hef reynt að halda í listaspíruna í mér og nýta hana við kennslu í Háskóla Íslands og stjórnunarstörfum sem ég hef gengt. Skap- andi hugsun er forsenda þess að finna óhefðbundnar lausnir á flóknum viðfangsefnum, fyrir utan hvað þær eru miklu skemmtilegri en hinar hefðbundnu.“ Heilindi voru fordæmi Eftir stúdentspróf fór Svafa að vinna hjá Frjálsri fjölmiðlun, sem á þeim tíma gaf út DV tímarit og ýmsar kiljubækur. Hún starfaði fyrsta kastið á auglýsinga- deild en varð seinna markaðsstjóri. Árin á DV, sem urðu tíu, segir hún hafa verið góðan og lærdómsríkan tíma sem hafi mótað viðhorf sín mikið. „Að öðrum ólöstuðum lærði ég mest af Páli Stefánssyni auglýsingastjóra. Hann var ástríðufullur maður sem sinnti sérhverju viðfangsefni sínu af heilu hjarta. Af Páli lærði ég að stjórnun snýst ekki um fínheit, heldur vinnu og aftur vinnu. Maður gerir það sem þarf. Stjórnandinn er í þjónustuhlut- verki; því að skapa fordæmi svo fjöldinn fái einhverju áorkað. Ég lærði líka mikið af Herði Einarssyni sem var einn eigenda blaðsins á þeim tíma. Andlegt jafnvægi, styrkur og heilindi voru fordæmin sem Hörður gaf og fyrir vikið uppskar hann virðingu og traust þeirra sem með honum störfuðu.“ Greina kjarnann frá hisminu Fljótlega eftir að Svafa hóf störf hjá Frjálsri fjölmiðlun innritaði hún sig til náms í stjórn- málafræðum við Háskóla Íslands. Líflegar umræður um þjóð- félagsmál í vinnunni heilluðu Svöfu og því lá nokkuð beint við að velja stjórnmálafræði. Hún segir námið hafa verið skemmtilegt og kennararnir séu eftirminnilegir. Nefnir þar meðal annarra Ólaf Ragnar Grímsson og Hannes Hólmstein Gissurarson. Árið 1993 venti Svafa svo sínu kvæði í kross og fór til framhaldsnáms við Florida Institute of Technology í Bandaríkjunum og lagði þar áherslu á starfsmanna- og boð- og starfsfólkið fær gjöf að eigin ósk. Gjafakort Kringlunnar EINA ÓSK í jólagjöf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.