Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 62
SPÆNSKIR DAGAR Spænska er móðurmál fólks í fjölda landa s.s. á Spáni, í Argentínu, Chile, Bólivíu, Mexíkó, Perú, Gvatemala, Costa Rica, El Salvador, Honduras, Puerto Rico, á Kúbu ... að ógleymdum Banda- ríkjunum, en þar teljast tæpar 50 milljónir manna hafa spænsku sem fyrsta mál og ensku sem annað mál. Hér á landi fjölgar þeim sífellt sem leggja stund á nám í spænsku og ljúka t.d. BA-prófi í spænsku frá Háskóla Íslands. Um er að ræða þriggja ára nám þar sem margir taka spænsku sem aðalgrein á tveimur árum og bæta svo við sig svokallaðri auka- grein í eitt ár. Hins vegar fjölgar þeim nemendum á ári hverju sem dvelja á Spáni eða í Suður-Amer- íku í eitt ár og fá það nám metið inn í BA-námið. Það kemur til vegna sífellt fleiri samstarfssamn- inga við háskóla erlendis, bæði á Spáni og í löndum í Suður- Ameríku. Hvað Spán varðar er um að ræða háskóla í Madrid, Barcelona, Salamanca, Sevilla, Valencia, Alcalá de Henares og víðar. Hvað Suður-Ameríku varðar má nefna háskóla allt frá Buenos Aires í Argentínu til Kúbu. Náminu við Háskóla Íslands er skipt upp í þrjú meginþemu: Menningu og þjóðlíf, mál og málvísindi og bókmenntir og kvikmyndir. Á meðal námskeiða í boði um þessar mundir má nefna spænska málnotkun og málfræði, menningu og þjóðlíf Spánar og Rómönsku Amer- íku, bókmenntafræði og -sögu, viðskiptaspænsku, spænskar bókmenntir 19. og 20. aldar, kvikmyndir Spánar og Rómönsku Ameríku, þýðingar, sögu, mál- sögu, nýlendubókmenntir. Fjöldi kennara - bæði íslenskir og erlendir - koma að kennslu við spænskudeildina. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir lektor er formaður greinarinnar og bendir á að námið opni ýmsar leiðir á vinnumarkaði. Margir fari eðlilega til kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, enda bjóðist að stunda kennslu- réttindanám við Háskóla Íslands í erlendum tungumálum. En ekki hvað síst leggur hún áherslu á að námið opni leiðir inn í störf á flestum sviðum atvinnulífs, s.s. í ferðamennsku, á fjölmiðlum, í verslun og viðskiptum auk hvers konar þjónustu. Hún bendir á að opinberar stofnanir og stórir vinnu- staðir leiti í auknum mæli eftir fólki með margvíslega þekkingu og þar sé tungumálakunnátta og búseta erlendis mikilvægur mæli- kvarði á hæfni og færni umsækj- enda til þátttöku í uppbygg- ingarstarfi til framtíðar t.d. hjá fyrirtækjum sem leggja áherslu á alþjóðleg viðskipti og samstarf. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir lektor í spænsku við Háskóla Íslands. SPÆNSKA VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Þeir eru margir sem fara í tungu- málaskóla á Spáni í sumarfríinu og á þetta við um fólk á öllum aldri. Þar geta þeir slegið tvær flugur í einu höggi; lært tungumál meistara Cervantes og í rauninni farið í frí - flatmagað í sólinni eftir að skóladegi lýkur, kynnst spænskri matargerðarlist... Fjöldi tungumálaskóla eru á Spáni; í Málaga, Madrid, Barcelona, Salamanca... Algengt er að nemendur taki stöðupróf í upphafi þannig að þeim er raðað í bekki samkvæmt getu þeirra í spænsku. Lögð er m.a. áhersla á mál- fræðina, nemendur kynnast bók- menntum Spánar auk þess sem þeir læra um siði Spánverja. Það gera þeir náttúrulega að miklu leyti með því að dvelja í landinu. Boðið er upp á ýmiss konar afþreyingu þegar skóladegi er lokið; flamenco-námskeið, farið er í ferðir til nágrannaborga - til dæmis til Sevilla og Granada ef dvalið er í Málaga auk þess sem farið er til Marokko - til Toledo ef dvalið er í Madrid auk þess sem hægt er að fara í helgarferð til Salamanca... Þannig mætti lengi telja. Svo má ekki gleyma því að á svona námskeiðum kynnist við- komandi nemendum alls staðar að; frá Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku... Svona námskeið eru ógleym- anleg. HABLO ESPAÑOL 1. Hluti af klaustrinu í Montserrat. Þangað er hægt að skreppa frá Barcelona. 2. Frá Madrid. Don Quijote og skósveinn hans, Sancho Panza, í forgrunni. 3. Frá Marokko. 1. 2. 3. 62 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.